Ég var að taka til í geislaplötusafninu mínu og tók eftir svolítlu í sambandi við umbúðir jazzdiskanna

Það var svolítið um að diskarnir (sérstaklega diskar í nýrrikantinum) kæmu í venjulegum hulstrum (jewel case) og svo var auka pappaumslag utan um það? Ég átti líka einn klassískan disk sem kom svona en ekkert annað. (djass er eitthvað í kringum einn fjórði af safninu mínu)

Hvað finnst ykkur, sem vitið hvað ég er að tala um, um þetta? Finnst ykkur þetta betra til að vernda diskinn og hulstrið eða?

Mér finnst þetta allaveganna frekar óþægilegt, maður þarf þá að taka diskinn úr umslaginu og hulstinu og svo verða umslögin oft bara ljót á meðan en samt finnst manni eitthvað svo asnalegt við að henda þeim.