Þá kemur 3. pósturinn í röð sem ber þetta nafn:

Það þjónar ekki ýkja miklum tilgangi að spyrja um hver sé
besti trompetleikarinn tæknilega séð.

Að vera góður trompetleikari er að sjálfsögðu mjög háð huglægu
mati og tónlistarsmekk - að vera tæknilega góður trompetleikari
er það hins vegar ekki.

Þrátt fyrir það að ég hafi aldrei heyrt í Art Farmer, þá get ég
einfaldlega gefið ykkur svarið: Dizzy Gillespie er besti
trompetleikarinn tæknilega séð.

Ef þið viljið tæknifríkur er eflaust best að benda á þá Wynton
Marsalis og Arturo Sandoval. Ég ætla hins vegar ekki að segja
ykkur hver er “besti” trompetleikarinn - það verðið þið að gera
upp við ykkur sjálf.
<br><br>—
Komið og sjáið hina hárfögru Vini Kela leika
ljúfa tóna á götum borgarinnar í sumar.