Halló, ég spila á trompet og hef gert það í 8 ár, nema hvað ég hef ekki spilað síðan ég flutti til Svíþjóðar fyrir hálfu ári og þess vegna er ég í hræðilegu vararformi, núna var ég að velja braut í menntaskóla sem inniber meðal annars tónlist og til að komast inná þessa braut verður maður að sína að maður virkilega getur spilað á hljóðfæri, og hvað………núna fékk ég bréf um að ég eigi að mæta í inntökupróf á föstudaginn 19 mars, ég er svo stressaður, er búin að taka upp trompetinn einu sinni og er í alveg hræðilegu vararformi plús það að ég finn ekki helvítis olíuna mína og trompetinn er stífur til dauðans, hvað á ég að gera :S:S:S:S:S:S:S:S
Ég á líka að velja eitt auka hljóðfæri og ætli það verði ekki píanó því ég kann líka nokkuð vel á píanó, æfði nefninlega fyrir 2 árum, svo hef ég líka gítarinn sem vopn, því að pabbi minn er gítarleikari og ég hef lært vissa hluti af honum ;), en samt, ég er als ekki tilbúinn fyrir þetta……..
Hjálp!!!