Jæja, þá er enn ein jazzstjarnan horfin: Söngkonan Nina Simone, sem er kannski best þekkt fyrir lagið “My Baby Just Cares For Me” lést síðastliðinn mánudag, 70 ára að aldri. Hún hafði verið heilsulítil um tíma.
Nina var að mörgu leyti merkileg kona; hún lærði klassískan píanóleik í Juillard School of Music í New York, sem var óvenjulegt fyrir blökkukonu á þessum tíma (sjötta áratugnum). Hún samdi flest efni sitt sjálf.
En hvað um það. Ég sá þessa frétt í Fréttablaðinu og endursagði hana bara lauslega (það merkilegasta)…
RIP Nina :(<br><br>Kv. Hrafnista