Ég hef ekki skrifað grein til að senda inn áður en það sakar ekki að reyna. Ég er venjulegur jazz-fan. Ég fer stundum á tónleika og hlusta mikið á diska. Um daginn heyrði ég eitt það besta sem ég hef heyrt. Það var diskur með Count Basie. Það voru bara bítlalög. Vanalega finnst mér big band ekkert sérstakt en þetta var algjör snilld. Þessi plata fer beint í annað sæti yfir uppáhalds jazz-plöturnar en Time Out með Dave Brubeck Quartet var fyrsta jazz plata sem ég heyrði og hún var og er en besta jazz plata sem ég hef heyrt.