Fyrir þá/þær sem ekki þekkja til Wes Montgomery og hafa áhuga á gítarleik ættu að kynna sér þennann snilling! Hann er einn af þessum sem lærðu að spila Jazz sjálfur og þegar hann var spurður hvað hann æfði sig oft á skölum osfrv. svaraði hann, “Ég hef aldrei æft mig markvisst á skölum osfrv. það heftir mig í minni spilamennsku en ég leita ávalt eftir því að spila sem fjölbreyttasta nótur…….” Mæli með þessum snillingi en hann er einn af helstu áhrifavöldum hjá George Benson t.d. sem hefur reynt að spila áttundir eins og meistari Wes spilar þær en því hefur engum gítarista ennþá tekist að herma eftir!