Í kjölfarið á greininni um Monk langar mig til að
segja ykkur frá disk sem ég hef verið að hlusta mikið
á undanfarna viku. Það er góðvinkona Monks, Carmen
McRae sem syngur lög eftir Monk.

Textarnir eru heldur ekki af verri gerðinni enda gerði
Jon Hendricks (minn uppáhalds textagerðarmaður) helming
þeirra, en einnig er þarna að finna texta eftir Abbey
Lincoln, Sally Swisher, Bernie Hannighen og Mike Ferro.

Á disknum er að finna þrettán lög eftir Monk, en tvö
þeirra eru bæði með stúdíó upptökum og Live upptökum,
þannig að alls eru 15 lög á disknum.

Carmen er rosalega fær söngkona og hefur mjög þykka og
mikla rödd. Raddblærinn er flottur og breiddin góð.
Carmen hefur stundum verið líkt við Ellu Fitzgerald og
Söruh Vaughan, og það skil ég ágætlega.

Lög Monks eru nú ekki þau einföldustu til að syngja,
en henni fer það vel úr hendi, og maður á bágt með að
halda vatni yfir þessari flottu rödd.

Ég mæli eindregið með þessum disk, sem öfugt við suma
diska verður betri með hverri hlustun og áhugaverðari.
Carmen McRae fær ****/***** fyrir unaðslegan söng.
Diskurinn fær ****+/***** fyrir frábæra stemmningu.
Jon Hendricks fær ****/***** fyrir snilldartexta.


kv. umsalin