Japonijazz í Salnum í Kópavogi Síðatliðið sunnudagskvöld voru tónleikar í Salnum í Kópavogi.
Það voru japanskir jazzarar sem spiluðu stuðjazz að ég heyrði.
Þegar ég heyrði kynningu í útvarpinu með hjóðdæmi varð ég mjög spenntur og fór með honum föður mínum á þessa tónleika.
Þegar ég hugsa til baka sé ég alls ekki eftir að hafa skroppið
þangað og átt eina ókeypis kvöldstund með 6 japönum.

Tónleikarnir byrjuðu með svaka látum og stuði.
Eins konar Bossa Nova kom í bland við japanska alþýðutónlist
og var kallað “Enka Bossa”. Þeir spiluðu þetta fyrsta klukkutímann
eða svo, þá var komið hlé. Maður sem hélt þetta væri eitthvað
létt og laggott prógram miðað við tónlistina sem þeir spiluðu.
Hléinu lauk og fólkið streymdi með bros á vör aftur inn í salinn.
Þeir tóku upp hljófærin og héldu áfram að spila og tóku skemmtilega
grúvlagið sem ég hafði heyrt í kynningunni í útvarpinu áður.
Þetta benti allt á stórskemmtilega tónleika, en þá gerðist eitthvað. En eitt pirraði mig, þetta voru frábærir tónlistarmenn
í góðu skapi, skælbrosandi út að eyrum, en þeim tókst ekki að ná
fram almennilegri jazzstemningu þarna. Þetta voru bara Latin lög
með smá jazzívafi en samt kölluðu þeir sig Japonijazz.

Ég tek það sérstaklega fram að mér er ekki sama um htyðjuverkin
fyrir ári síðan, en mér fannst það alveg hundleiðinlegt þegar
þeir tóku Ave Maria í nýrri útsetningu með leikrænni túlkun á
atburðunum. Þeir fóru svo allt í einu að syngja á spænsku. Og enn
meiri Bossa Nova kom úr hljóðfærunum. Svo spiluðu þeir misheppnaða
útgáfu á Bach í Enka Bossa útgáfu. Ekki misskilja mig, fólk
skemmti sér alveg stórkostlega. Klukkan tólf var ég næstum sofnaður
þegar við faðir minn yfirgáfum Salinn. Þeir fóru alveg með mig
eftir hálfleik.

Gallinn er sá að þetta voru færir stuðkallar að verki. Þetta var
haldið í Salnum í Kópavogi sem passar ekki því þetta var danstónlist. Þetta var einnig haldið á sunnudagskvöldi og byrjað
kl.9 Þessir stuðkallar hefðu frekar átt að spila í
Þjóðleikhúskjallaranum klukkan 11 á laugardagskvöldi. Bara að
skella upp japönskum latin dansleik.
Lifi Jazzinn

*/****

PS Margir skemmtu sér vel.