Ég heyrði um daginn disk með hljómsveitinni Karate og síðan einn disk þar sem söngvari hljómsveitarinnar er sóló (Geoff Farina) og ég verð að segja það að þetta eru yndislega fallegir diskar. Þeir fara svo mjúkt með lögin og gera það svo vel. Ég mæli með því að Allir fari út í búð og fá sér eitt eintak af þeim.
Þar sem að Geoff Farina feer einn með leik er hann með tvo gítarleikara með sér og ekkert annað af hljóðfærum sem notast er við. Platan hans Reverse eclipse er mjög hugljúf og ein sú besta sem ég hef heyrt í langan tíma. Það eru samt margir hér í okkar litla samfélagi hér sem hlustar á jazz en á kannski ekki eftir að fíla tónlist Geoff og hinna karate meðlima.
Þessi hljómsveit skapar tónlist sem þú setur á fóninn eftir að hafa tapað kærustunni, meðan þú drekkur flösku af whiskey og reykir karton af camel.

En eins og ég er búin að vera að segja, gefið þeim allavega sjens og hlustið á þá. Látið mig endilega vita hvað ykkur finnst um þá félaga.