David Murray spilar bæði á tenór sax
og bassa klarinettu. Hann er einn afkasta-
mesti jazzari í heiminum, gefur út tugi
diska á ári sem eru hver öðrum betri.

Á þessum disk er hljóðfæraskipanin svohljóðandi:

-David Murray spilar á tenor sax
-Robert Irving III slær svörtu og hvítu lyklana
-Bobby Broom er á gítar
-Daryl Thompson einnig á gítar
-Darryl Jones leikur á bassa
-Toby Williams slær á trommur
og
-Kahil Elzabar spilar á slagverk ýmiss konar.

Leikur Murrays á saxophoninn er himneskur,
hann fer mjúkum höndum um tóninn og gerir
hann að efni sem hann kann að nota..

Murray hefur mjög ríkan og fullan tón, sem líður
um eyru manns og er eins og nýtt silki.

Það ríkir einstök gleði á þessum disk og er hann
mjög auðveldur í spilun og auðmeltanlegur.
Sóló Murrays eru nýstárleg og skemmtileg.

Bakgrunnur Murrays er mjög traditional, en samt
sem áður er hann ófyrirsjáanlegur. Þessi blanda
af hefðbundu og ófyrirsjáanlegu gerir hann svo
eftirminnilegan og tónlistina tilfinningaríka.

Sérstaklega bið ég þá sem einhverntímann komast
yfir þennan disk að hlusta á síðasta lag disksins
en það heitir Morning Song og er óumdeilanlega
besta lag disksins, þótt öll hin séu að sjálfsögðu
einkar fín.

Þessi diskur fær ****/***** fyrir frumleika og
góða músík

kv.
umsalin