Jazzað upp Radiohead Brad Mehldau, ungur og upprennandi jazz-píanisti, sendi frá sér sína fyrstu plötu fyrir átta árum. Hann er talinn mjög efnilegur í Jazzheiminum og verður einnig að teljast mjög frjór því að á þessum tíma hefur honum tekist að senda frá sér einar tíu plötur á sínu nafni. Auk þess sem hann hefur starfað við ýmis hliðarverkefni s.s. TheMillionDollarHotel soundtrackið þar sem hann starfaði með honum Bónó U2-ara. Margir hafa líkt þessari ungu hetju við ofurhugann Bill Evans jafnvel Keith Jarrett og er ég ekki frá því að það sé mikið til í því.
En á fyrsta diskinum sem ég heyrði með honum rakst ég á lagið ExitMusic(for a film) með Radiohead sem er einmitt tekið af meistarastykkinu OK Computer. Þar sem mér finnst þetta vera eitt besta lag sem radiohead menn hafa gert bjóst ég ekki við mjög miklu en hann Brad littli náði heldur betur að sanna ágjæti sitt sem tónlistarmaður og útsetjari því að útkoman er alveg snilld.
Endilega tékkið á þessum listamanni og þessu lagi og segið hvað ykkur finnst.
“When I am king you will be first against the wall”