John Coltrane-Giant Steps (1959)
Sagan hefst strax eftir að Coltrane er búinn að ljúka við tökur á
Miles Davis disknum Kind of Blue. Þeir finna hvað þetta er góð
tónlist og klæja í fingurna því þá langar svo mikið að spila.
Þeir skreppa niður í stúdíó og byrja að spila nýsamin lög eftir
Coltrane. Hann er í roknastuði og sólóin hans fara um eyrun manns
eins og hvirfilbylur og hann skilur mann eftir gapandi, því það
eina sem maður getur gert er að hlusta á þennan Einstein.

Platan hefst á samnefndu lagi og er kallað eftir stóru skrefunum
í bassaleik Paul Chambers (þess má geta að hann spilaði einnig
inn á Kind Of Blue). Þetta er elegant laglína sem grípur mann
með sér í ferðalag verksins og það stoppar ekki fyrr en í
ballöðunni Syeeda´s Song Flute sem hann samdi um dóttur sína.
Lagið Cousin Mary (getiði um hvern hann skrifaði lagið) er líka
alveg geggjað og sólóin hans eru elveg klikkuð. Talandi um sóló
þá var uppbygging jazzlaga á þessum tíma svona háttað:
___________________________________
| 1. Laglínan opnar lagið. |
| 2. Sólókafli (yfirleitt langur) |
| með flestum meðlimum bandsins. |
| 3. Laglínan lokar laginu. |
|___________________________________|

Þannig var það á Kind Of Blue og líka á Giant Steps og flestum
plötum sem komu í kjölfarið.

Svo ég tali aðeins um manninn á bak við saxófóninn þá var hann
þekktur fyrir að taka lööööng sóló, og gramdist Miles Davis það
mjög þegar þeir spiluðu saman. Svo tók hann Coltrane eftir því
að Miles var orðinn mjög pirraður á lengd sólóanna, svo Coltrane
spurði Miles hvernig hann gæti hætt að spila. Miles brást við eins
og hann var þekktur fyrir og sagði. “Taktu bara fu**ing rörið úr
kjaftinum á þér”

Jæja störnudómur er *****/*****

Nælið ykkur í þennann líka ;)

Kv
Barrett