Milestones - Miles Davis *****/***** Milestones (2.apríl 1958) 47mín 36sek
Miles Davis : Trompet
John Coltrane : Tenór Saxófónn
Cannonball Adderley : Alto Saxófónn
Red Garland : Píanó
Philly Joe Jones : Trommur
Paul Chambers : Kontrabassi


Pabbi minn rétti mér þennan disk rétt áður en ég fór í ferðalag útí sveit, ég tók nebblega litla hamborgarann (geisla-
spilarann) með þangað. Eftir fyrstu hlustun fer þig að undra
hvað spileríið er glæsilegt. Hinn ótrúlega ljóðræni tónn
Miles og mögnuð keyrsla bandsins, hraði Coltranes eða flug
Adderleys. Plötunni er haldið saman af hörkubandi eins og
að framanverðu. Það liggur við að Philly Joe Jones sé að springa
úr krafti enda er hann eins og verksmiðja á bak við.

Jæja, platan er einskonar foveri Kind of Blue sem
óþarft er að kynna fyrir ykkur. Kind of Blue kemur ári seinna,
en þá með smávægilegum hljóðfærabreytingum, þ.á.m. Bill Evans
kemur í stað Red Garlands. Þetta er ein seinasta Be-Bop plata Davis. Hann er að skipta um stíl og heyrist það greinilega í lögunum Sid's Ahead og Milestones. Hann “coverar” lítið og
eru það bara Be bop lög.

Ég stórmæli með þessari plötu hvort sem hún er spiluð sem dinner
músík eða hreinlega liggjandi í sófa. Alveg hreint eðalperla þessi.

Til Hamingju með nýtt áhugamál !
(Vefstjori, má ég vera Admin á áhugamálinu ??)

Lifi Jazzinn
Barrett