Regla 1: Þú getur ekki lært jazz, jazz lærist af sjálfu sér

Regla 2: Ekki er hægt að syngja jazz

Regla 3A: Góð jazz-hljóðfæri eru:
a) saxófónn/ trompet
b) píano
c) trommur
d) kontrabassi

Regla 3B: Hljóðfæri sem eru ekki jazz-hljóðfæri:
a) þríhorn
b) ukulele
c) gong
d) blokkflauta

Regla 4: Ef þú gerir mistök, passaðu bara að gera sömu mistökin aftur, þá heldur fólk að þetta eigi að vera svona.

Regla 5: Jazzarar taka ÖLLU af stóískri ró. Ef þú getur það ertu efni í jazzara.

Regla 6A: Þú mátt vera jazzari ef:
a) þú ert svartur
b) þú átt hornspangagleraugu
c) þú pikkar upp jazzlag eftir fyrstu hlustun
d) þú getur spilað lag sem þú samdir fyrir 4 klukkutímum villulaust eftir minni

Regla 6B: Þú mátt EKKI vera jazzari ef:
a) þú ert ofvirkur
b) þú getur ekki tekið þátt í spuna-session
c) þú getur bara hlustað á eina laglínu í einu.
d) þú tekur nokkrar vikur að læra nýtt lag

Regla 7: Ef þú gleymir laglínunni þinni, hlustaðu á það sem næsti maður er að spila og spilaðu eitthvað annað.

Regla 8A: Gott jazz-nafn er mjög mikilvægt. Nöfn sem virka er (nánast) hvaða nafn sem er svo lengi sem það hefur flott eftirnafn (t.d. Brubeck, Coultrane, Davis eða Guðjónsson). Einnig er gott að finna sér viðurnafn eins og t.d. “Cannonball”

Regla 8B: Vond jazznöfn eru t.d. John Smith, Harry Potter eða Svali.

Regla 9: Fólk sem kann ekki að segja “jazz” er ekki og mun aldrei verða jazzari, t.d. Gísli Marteinn.

Regla 10: Þar sem tveir eða fleiri jazzarar koma saman, þar er jazz.

Regla 11A: Besti staðurinn fyrir jazz er kaffihús, helst með það þykkum reykjarmekki að þú rétt sérð glitta í öftustu borðin. Aðrir góðir staðir fyrir jazz er hver sá staður þar sem jazzarar hittast.

Regla 11B: Vondir staðir fyrir jazz er t.d. útihátíð, róló eða Hollywood.

Regla 12: One man band er EKKI jazz.

Regla 13: Að spila jazz krefst engrar hugsunar og þaðan af síður áreynslu, þegar maður er orðinn jazzari spilar maður ósjálfrátt. Að HLUSTA á jazz er hinsvegar allt önnur saga.

Regla 14: Ef þú fylgir öllum þessum reglum geturðu orðið fyrirtaks jazzari

Ég VEIT að þessi grein er mjög svipuð blúsreglunum sem Wooden Eagle kom með, það er óþarfi að benda mér á það, allar ábendingar og/eða viðbætur eru þakkaðar.