Reglur fyrir blúsara.

Ef þú v Blús er einfaldur. Um leið og þú ert kominn með fyrstu línuna þarftu bara að endurtaka hana og finna síðan eitthvað sem rímar, næstum, í þriðju línuna og voila kominn með eitt stykki blúserindi.

Ég á góða konu
með grimmasta hund í heimi
ég á góða konu
með grimmasta hund í heimi
hún sker þig í sneiðar og grillar þig á teini

4. Blús fjallar ekki um: endalaust val, gullslegnar fallhífar, Bimma, óperur eða áhrif hvalveiða á ferðamannaiðnað íslendinga.

5. Chevie og Kaddilakk eru blús bílar. Önnur blús faratæki eru til dæmis Greyhound rúta eða lest á suðurleið. Labb er stór partur í blúslífsstílnum. Einnig er biðin eftir dauðdaganum vinsælt tómstundargaman hjá blúsurum.

6. Unglingar syngja ekki blús. Fullorðnir syngja blús. Þú getur talist fullorðinn í blúsheiminum þegar þú ert nógu gamall til að vera dæmdur í rafmagnstólin fyrir að skjóta mann í Memphis.

7. Blúsin getur verið í New York, en ekki í Brooklyn eða Queens. Erfiði í Vermont eða North Dakota er ekki blús. Chicago, St. Louis, Austin og Kansasborg eru bestu staðirnir fyrir blús.

8. Eftirtaldir litir eiga ekki heima í blús:

a. fjólublár
b. beige
c. bleikur
d. ekkert sanserað

9. Maður fær ekki blús í stórmarkaði eða í skrifstofu. Lýsingin er kolröng.

10A. Góðir staðir fyrir blús:

a. Þjóðvegurinn
b. fangelsið
c. tómt rúm

10B. Vondir staðir fyrir blús:

a. Sjálfshjálparnámskeið
b. Listagallerí
c. Garðabær
d. Snekkja

11. Það mun engin taka þig alvarlega í blúsnum ef þú klæðist jakkafötum. Nema þú sért hundgamall svertingi.“Armani” er ekki til í blúsorðabókum.

12A. Þú mátt vera blúsari ef:
a. Fyrsta nafn þitt er það sama og fylki í syðrihluta Bandaríkjanna s.s. Texas eða Georgia
b. þú ert blindur
c. þú hefur skotið mann í Memphis
d. getur ekki fullnægt konu þinni

12B. Þú mátt ekki vera blúsari ef:
a. þú varst eitt sinn blindur en fékkst sjón
b. þú átt ellilífeyrissjóð
c. þú ert með embætti
d. þú GETUR fullnægt konu þinni

13. Hvorki Björgvin Halldórsson né Nylon geta sungið blús.

14A. Ef þú biður um vatn en færð bensín, er það blús. Aðirir blúsdrykkir eru:
a. ódýrt vín
b. írskt viský
c. skítugt vatn

14B. Eftirfarandi eru EKKI blúsdrykkir.
a. ekki neinn einasti kokteill
b. Bacardi Breezer
c. Kool-aid

15. Ef það gerist á ódýru móteli eða í haglabyssuskúr, er það blús dauði. Að vera stunginn í bakið af afbrýðissömum elskhuga er einnig flottur blúsdauðdagi.

Aðrar leiðir til að deyja samkvæmt blús eru:
a. Rafmagnstóllinn
b. efna misnotkun
c. fá ekki aðstoð á gjörgæslunni

Það er EKKI blús að deyja í fitusogsaðgerð.

16A. Nokkur blús nöfn handa konum.
a. Sadie
b. Big Mama
c. Bessie

16B. Nokkur blús nöfn fyrir karla.
a. Joe
b. Willie
c. Little Willie
d. Lightning

Fólk með nöfn eins og Arnþrúður eða Muhammed Al bin Aqwai mun aldrei syngja blús sama hversu marga menn það skítur í Memphis

16C. Önnur blúsnöfn (byrjendapakki)
a. nafn á líkamlegum vankanta (Blindi, fatlaði, stamandi)
b. Upphafsnafn eða nafn á ávöxtum eða grænmeti (Sítróna, kúrbítur, kartafla)
c. Eftirnafn forseta (Jefferson, Eldjárn, Finnbogadóttir)

Úr þessu er hægt að setja saman úrvalsblúsnöfn. Svo sem Blindi Kurbítur eða Stamandi Kartafla Grímsson.

Þeir sem fylgja þessum reglum í einu og öllu geta orðið framúrskarandi blúsarar.