Miles Davis - Sorcerer Jæja, ég ætla nú að skella inn grein af uppáhalds jazz plötunni minni, Sorcerer eftir Miles Davis!
Allveg rosallega skemmtileg, rétt áður en hann byrjaði í fusion-inum, platan var gefin út 1967.
Þetta er semsagt mjög svipað fyrstu fusion plötunum, nema það að það eru engin rafmagnshljóðfæri í plötunni, reyndar eru svo sum lög sem eru bara venjulegur jazz, en samt heyrir maður að þetta er rétt áður en fusion-ið kom.

Jæja, fyrsta lagið heitir Prince of darkness, sem er bara 100% jazz og frekar venjulegt, nokkur sóló, ekkert svo eftirminnilegt lag…

Annað lagið er Pee Wee, sem er mjög fallegt og rólegt lag, allveg einstaklega fallegt lag og minnir dálítið á lögin í “In a silent way”, þótt að engin rafmögnuð hljóðfæri eru notuð.
Lagið er eiginlega ekki með nein sérstök sóló, heldur eru öll hljóðfærin spiluð svo vel og “smooth” (fann ekki íslenska orðið)

Þriðja lagið er svona lag einsog maður mundi heyra í bíómyndum þarsem að einhver er sitjandi við rúmið leiður og örlítið reiður, held að ég geti lýst því þannig…
Lagið er með frekar áberandi trommur, dálítið harkalegri, sem passar ekki í restinn af hljóðfærunum, en samt er það ótrúlega flott. Reyndar breytist það fljótt þarsem að öll hin hljóðfærin fara að spila harkallega, nema bassinn sem er alltaf jafn rólegur í gegnum allt lagið.
Svo koma sólóin, þá róast þetta allt saman niður og þá breytist líka bassinn smá, hann verður aðeins meira áberandi. Síðan kemur sóló þarsem að bassinn og trommurnar verða mjög áberandi, á meðan saxófónsólóið er, þannig að það er eiginlega einsog að þessi hljóðfæri séu að keppast um að fá athygli, og saxófónninn missir athyglina smá, sem mér finnst ekkert svo slæmt.
Á meðan píanósólóið er róast þetta allt aftur saman og í endanum á því spilar trompetið og saxófónninn saman, samt mismunandi línu, og það endar á háu píanói…

Nú byrjaði titillagið, the sorcerer, sem er rosallega flott, mjög tilraunakennt einsog reyndar flest öll platan, sólóin hjá saxófóninum og trompetinu eru einsog þeir séu að keppa um flottara sóló, smá sóló frá saxófóninum og smá sóló hjá trompetinu aftur og aftur, með rosallega flottum trommutakt í bakgrunni, mitt á milli fusion og jazz, sem er rosallega flott. Eftir sólóið spila saxófóninn og trompetið saman, síðan grípur píanóið eiginlega frammí með píanósóló.
Lagið endar svo á því að trompetið og saxófóninn spila saman.

Lagið Limbo byrjar síðan, lag sem byrjar rólega bara með bassa og píanói, en svo bætast við hin hljóðfærin og er það ekki lengur rólegt heldur með sama rosallega flotta trommuslátt.
Fyrsta sólóið er rosallegt, trompet og trommusóló í einu, síðan kemur saxófóninn í staðinn fyrir trompetið, sem mér fannst alls ekki slæmt þarsem að saxófónleikarinn var að standa sig!
Síðan róar trommarinn sig niður og spilar mjööög rólega, á meðan píanósólóið er, sem er mjög rólegt og rosallega fallegt.
Síðan endar lagið einsog í síðasta laginu, trommarinn byrjar aftur að spila jafn órólega og áður og trompet og saxófónleikararnir spila saman.

Vonetta, næst síðasta lagið, byrjar einsog Limbo, bara bassi og píanó, en svo bætist bara við trompet og stuttu seinna byrjar trommuleikarinn og saxófónleikarinn, þetta er mjög rólegt lag og eru sólóin mjög róleg bara.

Síðan er seinasta lagið mjög fjörlegt, Nothing like you, sungið af Bob Dorough, rosallega skemmtilegur endir á plötunni, lyftir mann smá upp eftir þessa plötu sem er ekki beint til að hressa sig upp!

Þessi plata er í stuttu máli, tilraunakennd plata með mjög færum hljóðfæraleikurum, hljómar mjög mikið einsog In a silent way án rafmagnshljóðfæra.
Án efa uppáhalds jazz platan mín!

Miles Davis - Trompet
Wayne Shorter - Tenor saxófónn
Herbie Hancock - Piano
Ron Carter - Contrabassi
Tony Williams - Trommur


Getið fengið þessa plötu á bókasafninu niðrí bæ, mæli með því!
I eat MCs like captain crunch