Blús “Inflúensaðir” Tónlistarmenn

Margar hljómsveitir á sjöunda áratugnum voru undir áhrifum frá 50's blús og Ryþma-blús hljómlistarmönnum. Meðal þessara hljómsveita voru Manfred Mann, The Beatles, The Animals, Led Zeppelin, The Doors, Rolling Stones, The Who og Cream. Í þessari grein ætla ég að fjalla um áhrifinn sem Blús hafði á þessa tónlistarmenn/hljómsveitir og smá um hljómsveitinar/tónlistarmennina.

Manfred Mann:
Manfred Mann voru undir miklum áhrifum frá tónlistarmönnum einsog Muddy Waters, Willie Dixon, Ben E. King og Bob Dylan(sem er reyndar ekki Blús tónlistarmaður). Þeir hétu fyrst Mann-Hugg Blues Band, eftir hljómborðsleikaranum Manfred Mann og trommaranum Mike Hugg. Þeim fannst það svo sniðugt að nefna bandið Manfred Mann, ef aðaæ “karakterinn” væri ekki Manfred Mann. Þeir fundu sér þá söngvarann Paul Jones til þess að leiða hljómsveitina. Þeir urðu fyrst frægir 1964 með Do Wah Diddy Diddy. En þeir áttu eftir að taka og semja Blúslög seinna á ferlinum. Blúslög sem þeir sömdu ekki en tóku voru meðal annars: Stormy Monday Blues, Hoochie Coochie Man, Got My Mojo Workin', Groovin'(sem Led Zepelin tóku og breyttu nafninu í We're Gonna Groove) og Watermelon Man. Blúslög sem þeir sömdu voru meðal annars I'm your Kingpin, Bare Hugg, Don't Ask Me What I Say og The Abominable Snowman. Paul Jones svo í bandinu 1966 og stóð til að fá Rod Stewart sem söngvara en Manfred Mann fengu Mike D'abo í staðinn.

The Beatles:
The Beatles spiluðu mikið af lögum eftir Muddy Waters, Chuck Berry, Willie Dixon, B.B. King og Ray Charles áður en þeir urðu frægir og eftir að þeir urðu frægir. Þið getið heyrt dæmi um hvað þeir spiluðu áður en þeir urðu frægir með að hlusta á diskinn Anthology 1. Þar er hægt að heyra þá spila Ray Charles lagið Hallelujah, I Love Her So.
Live At The BBC er líka gott dæmi um þetta. Live At The BBC er tvöfaldur og inniheldur fjöldan allan af gömlum Blús eða Ryþma-Blús. Meðlimir The Beatles voru John Lennon(gítarleikari), Paul McCartney(bassaleikari), George Harrison(gítarleikari) og Ringo Starr(trommari). The Beatles voru brautryðjendur og komu á stað svokölluðu “Beatlemania” og tóku margar hljómsveitir þátt í því þar á meðal Herman's Hermits, The Hollies, The Rolling Stones, The Animals og Manfred Mann. Á Live At The BBC taka The Beatles lög einsog I Got A Woman, Johnny B. Goode, Kansas City, Slow Down, Matchbox og You Really Got A Hold On Me. John Lennon gerði svo plötu 1975 þarsem hann tók lög frá 1954-1960 og allt voru þetta gömul Blús/Ryþma-Blús lög. Paul McCartney gerðir eina svoleiðis 1989 og aftur 1999. Sú fyrri fékk nafnið Choba B Cccp og sú seinni Run Devil Run.

The Animals:
Eric Burdon(söngvari) úr The Animals var mjög mikið undir áhrifum blús tónlistarmanna og tóku Animals lög á borð við Talkin' ‘Bout You og I Believe It To My Soul. The animals urðu frægir fyrir The House Of The Rising Sun og flestir sem hafa heyrt lagið, hafa heyrt Animals útgáfuna. Ég veit eiginlega ekkert meira um The Animals þannig að ég segji Punktur hérna.

Led Zeppelin:
Led Zeppelin voru stofnaðir 1969 af Jimmy Page(gítarleikari) og áttu þeir að heita The New Yardbirds. Jimmy Page fékk John Bonham(trommari), John Paul Jones(bassaleikari) og Robert Plant(söngvari) til liðs við sig. Frysta platan fékk nafnið Led Zeppelin og innihélt hún Blús löginn You Shook Me og I Can’t Quit You Baby sem voru bæði saminn af Willi Dixon, sem var í miklu uppáhaldi hjá Page. Þeir sömdu líka fullt af Blúslögum sjálfir einsog I Can't Quit You Baby og The Lemon Song. Led Zeppelin voru einir af þeim fyrstu til þess að byrja á stefnu sem kallaðist Blús/Rokk en Cream voru líka mikið í því. Led Zeppelin hættur 1980 því að John Bonham lést.

The Doors:
Jim Morrison(songvari), Ray Manzarek(hljómborðsleikari), Robby Krieger(gítarleikari) og John Densemore(trommari) voru meðlimir þessara hljómsveita. Lagið Roadhouse Blues er blúsaðasta dæmið um hvernig þeir voru fyrir áhrifum frá Blues. Á fyrstu plötu The Doors, sem hét bara The Doors, tóku þeir Willie Dixon lagið Back Door Man. The Doors hættu sirka 1971 því að Morrison flutti til Parísra þarsem hann lést.

The Rolling Stones:
Rolling Stones gerðu eiginlega ekkert annað en að taka gömu Blús/Ryþma-Blús lög á byrjun ferilsins. Lög einsog Confessin' The Blues, Around & Around, It's All Over Now, Mercy Mercy, Susie Q, Hitch Hike, Time Is On My Side heyrðust í Breskaríkisútvarpinu 1964-1965. Svo tóku þeir líka slatta af lögum sem voru eftir eiin Naker Phelge, blúsuð og óblúsuð lög einsog Play With Fire, I'm All Right, The Under Assistant West Coast Promotion Man og 2120 South Michigan Avenue. Öll þessi lög voru efti Nanker Phelge. Brandarinn var að þessi Nanker Phelge var aldrei til. The Rolling Sotnes bjuggu hann til og notuðu nafnið hans. Nanker Phelge var skrifaður undie löginn sem Mick Jagger(söngvari), Keith Richards(gítarleikar), Bill Wyman(bassi), Brian Jones(gítarleikari) og Charlie Watts(trommari) hefðu samið allir saman. Keith Richards hefur líka sagt að hans uppáhalds tónlit sé 50's blús tónlist.

The Who:
The Who voru kannski meira fönk inflúensaðir en þeir voru í Skiffle tónlistinni áður en þeir fóru í 60's popp. Skiffle er náskilt Blús og var mikið spiluð af hljómsveitum einsog Rolling Stones, The Beatles og Animals áður þeir urðu frægir. The Who hétu fyrst The High Numbers en herbergisfélagi Pete Townshend(gítarleikara) kom með nafnið The Who.

Cream:
Cream voru stofnaðir af Jack Bruce(Bassaleikara) og Eric Clapton(Gítarleikara). Þeir fengu svo trommarann Ginger Baker til liðs við sig og stofnuðu fyrstu súpergrúppuna. Fyrsta platan þeirra Fresh Cream, var eiginlega Blús-kover plata og sömdu þeir fáein lög á henni sjálfir. En einsog ég nefndi áðan voru þeir meðþeim fyrstu að spila svokallað Blús/Rokk, en það var þegar 60's þungarokki og Blúsi var blandað saman. Cream hættu 1969. Blúslöginn sem þeir skildu eftir sig voru mörg Sleepy Time Time, Im So Glad, Born under A Bad Sign, Spoonful, Sitting On The Top of The World og Rollin' N' Tumblin'. Þeir sömdu líka fjöldan allan af Psychedelic-Blús lögum einsog White Room og Passing The Time. Svo voru líka önnur blúsuð lög eftir þá einsog Sunshine Of Your Love, World Of Pain og Politician.

Aðeins Meira:
Billy Joel og Creedence Clearwater Revival voru ásamt mörgum sem sýndu mikil blúsáhrif í lögum sínum. Piano Man eftir Billy Joel er frekar blúsað og Pagan Baby eftir Creedence er blúsað þetta eru bara tvö dæmi af mörgum eftir þessa tónlistarmenn. Í Þessari grein nefndi ég bara fáein dæmi og það er til mikið fleiri tónlistarmenn sem eru inflúensaðir af blús. Takk Fyrir Mig.