Jack Bruce Jack Bruce, sem er eflaust þekktastur sem bassaleikarinn í Cream, fæddist 14. Maí 1943 í Skotlandi. Froeldrar hans voru skoskir og hét hann fullu nafni John Symon Asher Bruce. Ekki veit ég hvaðan nafnið “Jack” kom. Snemma á sjöunda áratugnum var hann í hljómsveitinni The Graham Bond. Graham Bond voru með víða tónlistarstefnu, allt frá Jazzi uppí Ryþma-Blús sem var mjög vinsæll á þessum tíma. Í The Graham Bond kynntist Jack trommaranum Ginger Baker(en hann mun koma meira við sögu seinna).
Reyndar kom svo að því að Ginger Baker rak Jack úr The Graham Bond.

Jack Bruce fór svo að spila með John Mayall og svo Manfred Mann. Ég ætla aðeins að segja frá hans Manfred Mann árum.
Manfred Mann voru stofnaðir af Manfred Mann og Mike Hugg. Hljómsveitinn var síðan nefnd eftir hljómborðsleikara hljómsveitarinnar. Söngvarinn hét Paul Jones og bassaleikarinn Tom McGuinness. McGuinness var svo rekinn og Dave Richmond fór þá á bassann í Manfred Mann. Jack Bruce gekk til liðs við þá 1965 og á fyrstu mánuðum hans í hljómsveitinni lenti Paul Jones í bílslysi svo að hann komst ekki á nokkur gigg. Þá fengu Manfred Mann Eric Burdon úr The Animals til að syngja fyrir sig. Manfred Mann voru mjög “inflúensaðir” af blús og blústónlistarmönnum á borð við Muddy Waters og Willie Dixon. Þeir tóku Willie Dixon lagið Hoochie Coochie Man, en Jack Bruce var ekki gengin til liðs við þá þegar þeir gerðu það. Jack spilaði í lögum á borð við Hi Lili Hi Lo, Stormy Monday Blues, The Abominable Snowman, Since I Don't Have You og Come Tomorrow. Jack fór svo úr Manfred Mann og fyllti þá Klaus Voorman í hans skarð. Klaus Voorman er eflaust þekktastur sem vinur Bítlana, en ekki bassaleikarinn í Mafred Mann.

Jack fór frá Manfred Mann til að stofna fyrstu “súpergrúppuna” ásamt Eric Clapton. Þeir fengu svo Ginger Baker til liðs við sig, en einsog kom fram áður hafði Baker rekið Jack úr The Graham Bond. Cream er oft kölluð fyrsta súpergúppan, en súpergrúppa er þegar hver einasta meðlimur í hljómsveitinni er frægur þegar hún er stofnuð. Cream djömmuðu líka mikið á tónleikum, og teygðu sum lög í allt að tuttugu mínútur. Fyrsta Cream platann fékk nafnið Fresh Cream og innihélt hún lög á borð við N. S. U., I Feel Free(Bara á bandarísku útgáfuni), Sleepy Time Time, Spoonful og I'm So Glad. Þetta var svona frekar blúsuð plata enda kallaði Eric Clapton sig Blús-tónlistarmann og Jack sig Jazz-tónlistarmann. Ginger Baker lét þessi orð úr sér falla stuttu eftir endurkomu Cream 2005.(Ekki voru allir allt of ánægðir með þessi orð)

“Ég held að Cream hafi aldrei verið Rokk N' Roll og hún verður það aldrei. Ég og Jack erum Jazz-tónlistarmenn og Eric er Blús-tónlistarmaður, og Jazz og Blús eru reyndar sami hluturinn”.

Ekki voru allir alltof ánægðir með að hann kallaði Jazz og Blús “sama hlutinn”. Jack skrifaði flest frægustu Cream löginn með textahöfnudinum Peter Brown, lög á broð við Sunshine Of Your Love(sem er eftir Jack, Peter Brown og Clapton) og Swlabr. Næsta plata Cream fékk nafnið Wheels Of Fire. Wheels Of Fire var tvöföld og innihélt lög einsog White Room og Sitting On The Top Of The World. Plata eitt á Wheels Of Fire var stúdíó plata en plata númer tvö var tónleikaplata. Næsta plata var Cream var Goodbye, hún var líka blanda af “Live” og “Studio” en var þó ekki tvöföld. Hún innihélt lagið Badge, sem Eric Clapton samdi með Bítlinum George Harrison og ef þið hlustið á lagið heyriði hversu mikil “Popp” áhrif George Harrison hafði á Eric Clapton og Cream, þarsem hann spilar með þeim í laginu. Cream hættu vegna rifrildis milli Ginger Baker's og Jack Bruce. Eric Clapton fékk það hlutverk að halda friðinn, en hann nenndi ekki að standa í því. Allir meðlimir Cream fóru þá á sólóferla.

Meðal sólóplatna Bruce fengu þessar plötur mesta athygli: Songs For A Tailor, Harmony Row, Live ‘75, Jet Set Jewel, Automatic og Something Else.
1972-73 var Jack í súpergrúppuni West, Bruce And Lainge og gáfu þeir út þrjár plötur, Why Doncha, Whatever Turns You On og tónleikaplötuna Live N’ Kickin'. Jack þjáðist af krabbameini í lifri sem dró hann næstum til dauða, en hann var skorinn upp og fékk nýja lifri. Cream komu svo aftur saman 2005 og héldu nokkra tónleika í Royal Albert Hall. Margir frægir komu að horfa á tónleikana, tildæmis Ringo Starr og Paul McCartney úr The Beatles, Roger Waters úr Pink Floyd og Brian May úr Queen, en hann sést í sólóinu á Cossroads á DVD-inu.

Bókinn Jack- The Biography Of Jack Bruce kom svo út 2005. Svona til að bæta við, þá notaði Jack alltaf Epiphone EB-3 bassa á Cream ferlinum. Þessi grein var kannski í styttri kantinum, og hægt væri að rita 40 kafla bók um þennan mann en mér fannst best að fara bara svona lauslega yfir feril snillingsins Jack Bruce. Takk Fyrir Mig.