Dave Douglas fæddist 24. mars árið 1963 í montclair, New jersey. Hann ólst síðan upp í Metropolitan svæðinu í New york þar sem pabbi hans sem var amatör píanisti kenndi honum á píanó þegar hann var fimm ára.. Tveimur árum seinna skipti hann yfir á básunu áður en hann að lokum uppgötvaði trompetinn 9 ára að aldri. Hann nam við einkaunglingaskóla í New hampshire þar sem hann spilaði smá jazz og læri klassíska hljómfræði.
Á þeim árum hlustaði hann mikið á framúrstefnu rokk, Frank Zappa, og electric ornett coleman, einnig rafmagnaðan miles og return to forever með chic corea. En yfir leitt ehdlur hann því fram að John Coltrane , Igor stravinsky og Stevie Wonder séu aðal áhrifavaldar hans.
En það var ekki fyrr en þegar hann fór sem skiptinemi til spánar að hann kynntist snarstefjun af einvherju viti og átti hún eftir að fylgja honum alla tíð síðan. Á spáni spilaði hann með hópi fólks á sama reki sem spilaði allt sem það gat komið hendur á allt frá salsa yfir til argasta fusions og spilaði hann þar sitt fyrsta borgaða gigg. Ein af helstu fyrirmyndum hans í trompetleik var Woody Shaw. Eftir aðhann kláraði unglingaskólann árið 1981 lá leiðin til boston þar sem hann nam við Berklee og einnig New England Conservatory of music. En árið 1984 flutti hann til New York til að læra við New York university og klára að taka gráðuna sína í músík. Hann flutti þangað aðallega til að læra hjá hinum fræga Carmine Caruso sem var þekktur fyrir að kenna fólki að beita vöðvunum sem þurfti til að leika a hljóðfærið hvaða hljóðfæri sem maður lék á. Hjálpuðu æfingakerfi hans Douglas að ná þessu gríðarlega úthaldi og stjórn yfir hljóðfærinu sem hann hefur.
Á meðan þá spilaði hann út um allt með hinum ýmsu jazz , funk, freejazz og hverju sem hann kmost í. Hann vakti á þeim tíma athygli hjá píanistanum Horace Silver og lék í bandinu hans frá 1987-1990 og túraði með honum Evrópu á því tíambili. Á sama tíma spilaði hann með “Avant-noise” hópunum Doctor nerv og The Mosaic sextet. En þegar hann var á túr í Sviss með leikhúshópi að spila rúmanska þjóðlagatónlist fekk hann delluna fyrir tónlist ættaðri að balkan skaganum sem leiddi síðan til stofunar Tiny bell trio. Þá er ég best að ég segi söguna um það hvernig Tiny bell trio varð til. Douglas átti gigg á kaffihúsi sem hét bell og átti að spila með harmonikku leikara í pínulitlu horni. Harmonikkuleikarinn flutti til að Sviss aftur svo að Hann þurti að finna sér band til að missa ekki giggið og bandið þurfti að vera lítið til að passaí eitthvað horn á kaffihúsi og geta spilað balkan lög sem hann var að skrifa. Hann hafði spilað áður með Brad Schoeppach í monk bandi og hann var tilvalinn tila ð spila í littlu bandi því að hann gat spilað alla partana svo að hann var náttúrulega valinn í bandið og síðan var það Jim black sem var ný fluttur til New York og var að stúdera öll þessi odd time tempó. Þannig að þá var bandið orðið til og þeir spiluðu á bell kaffihúsinu í eitt og halft ár í pínu litla horninu og þróuðu lögin og þannig er nafnið komið til.
Með Tiny bell trio hefur hann gefið út 4 plötur. En spólum aðeins til fyrir tíma tiny bell. John Zorn kom auga á hæfileika Douglas og bauð honum að spila með sér í masada kvartett sínum árið 1993. Spilaði þetta band gyðingamúsík með áhrifum frá ornette coleman og ætla ég að sýna ykkur hér lag af tónleikum sem voru blablablal.. Síðan á miðjum 10 áratugnum hefur hann leitt mikið af mismunandi grúppum samtímis. Það virðist fylgja Douglas að hvert verkefni sem hann byrjar á er gjörólíkt því sem hann hefur verið að gera áður og er þannig í stöðugri framþróun. Hann gaf út fyrsta diskinn sinn árið 1993 og nefnist hann Parallel Worlds og á honum spilar hann ásam strengja tríói og trommum. Á sama tíma spilaði hann með tiny bell og sextettnum hans.
Með douglas í sextettnum spilðuðu chris potter á tréblásturshljoðfæri, Joshua Roseman Básúnu, uri cane píanó, James genesus og Joey baron á trommur. Spilaði þessi sextett tónlistt eftir Douglas þar sem hann hafði sótt innblástur í gamla meistara. Fyrsta platan sem þessi sextett gaf út var tribút til trompetleikarans booker little og með þessu bandi gaf hann út vinsælustu plötuna sína sem nefnist Soul on Soul árið 2000 og er hún tileinnkuð píanisatnum Mary lou Williams.
Árið 1996 stofnaði hann Sancturay ásamt Coung Vu , anthony Coleman og öðrum tónlistarmönnum úr tónlistargeiranum í New York. Þessi grúppa blandaði saman sampling,plötusnúðum og villtri snarstefjun. Árið 1997 stofnaði douglas tvo quartetta , annar þeirra spilaði austur evrópska og gyðina tónlist og hinn spilaði freehjólandi músík í anda banda Ornette Coleman.
Eitt af nýlegustu verkefnum sem hann hefur fengist við nefnist Dave Douglas New quintet en í honum leika Uri Cane á Fender Rhodes piano, trommur Clarence Penn, bassaleikari James Genus, og bass clarinetist-saxophonist Chris Potter. Þeir gáfu út fyrstu plötuna árið 2001 og nefnist the Infinate. Þeir fylgdu henni síðan eftir árið 2004 með gestaleikara á gítar að nafni bill Frisell og ætla ég að leika fyrir ykkur lag af henni.
Nýjasta verkfni sem Douglas era ð vinna í heitir keystone sem kemur fram undir áhrifum þögla mynda leikaranaum og leikstjórnandanum Roscoe ‘Fatty’ Arbuckle og voru þeir nýla að gefa út disk.
Síðan árið 1993 hefur hann tekið upp 21 plötu ásamt því að koma fram á yfir 100 plötum að auki. Það er víst að Douglas hefur skráð sig á spjöld Trompetsögunnar ekki aðeins fyrir að hafa sína eigin rödd heldur myndi hann falla í flokk með nöfnum eins og Armstrong, Miles davis, dizzy, woddy shaw sem frumkvöðull í því hvernig spilað er á trompet í djassi.

Hann á víst heimsíðu www.davedouglas.com
Mæli með að þið checkið á tiny bell trio þeir eru hrikalegir og jafnframt sextettinum hans. Diska hans má meðal annars fá lanaða í bókasafni hafnarfjarðar.