Ég sá nokkra punkta varðandi þetta efni einhvers staðar á netinu og bætti við þá ýmsu. Ég held að það sé mikið til í þessu.

Það sem Jazz og Hip Hop eiga sameiginlegt:

- Báðar tónlistarstefnunar komnar frá svertingjum.

- Báðar hafa eins konar “battl.” (eða conversation)

- Þessir frasar eru oft sagðir í báðum hópunum: That's not real jazz,“ ”That's not real hip hop."

- Byggjast báðar á spuna (improvisation)

- Báðar eru upprunnar í stórborgum. Vaxa út frá götuhornum og skemmtistöðum. Hafa sínar eigin reglur þ.e. klæðaburður, tungumál ofl.

- Byggjast á svipuðum takttegunum.

- Fyrst hlustuðu aðeins svertingjar á tónlistina en núna alls konar fólk.

- Votta blústónlist virðingu sína.

- Bæði Jazz og HipHop byrjuðu sem klúbba eða dans tónlist.

Hvað finnst ykkur? Er eitthvað til í þessu. En ætli Hip hop hafi þróast að sjálfu sér?

Ég held ekki því að mér finnst líklega röðun á þróun Hip Hopsins þessi:

Blús => Jazz/Soul => Funk og Acid Jazz => Hip Hop.

Mér finnst líklegt að Hip Hop hafi fengið hugmyndir um groove frá t.d. lögum eins og Chameleon með Herbie Hancock. Ef þið athugið sungna funk lagið I got the…. með Labi Siffre þá kemur í miðju laginu kunnuglegt groove sem Eminem gerði frægt.

Ég vil líka benda á geisladiska syrpuna Sampled. Þar er fullt af lögum, þá oft funk og reggae lög sem hafa verið tekin upp og endurhljóðblönduð af röppurum ofl.