BB King, part I Vegna þess hve ferill meistarans spannar langt tímabil hef ég ákveðið að skipta honum niður í tvær greinar.



Riley B. King fæddist 16. September 1925, á svokölluðu Delta svæði í Mississippi. Hann er að margra mati besti elektróníski blues leikari í heimi.
Faðir hans yfirgaf hann og móður hans þegar hann var smábarn og mamma hans lést er hann var 9 ára. Þá fór hann að búa hjá ömmu sinni í Kilmicheal.

Hans mesti innblástur kom frá predikaranum og mági móðurfrænda hans, Archie Fair. BB King var heillaður af gítar predikarans og Archie kenndi honum að spila A, E og B hljóm. Það var fyrir dauða móður hans. Hann söng með gospel kór í nokkur ár áður en hann keypti sinn fyrsta gítar 16 ára gamall.
Vorið 1943 flutti hann með frænda sínum, Birkett til Indianola, Mississippi. Þar sem þeir stofnuðu söng kvintettinn “The Famous St. John's Gospel Singers” sem leiddur var af John Matthews. Ásamt því að syngja spilaði BB King á gítar í þeirri hljómsveit. Á þeim tíma spilaði hann einnig á götuhornum Indianola á laugardagskvöldum.

Árið 1944 var King skráður í herinn, þar sem hann virtist vera í góðu líkamlegu formi. Yfirmaður hans vildi hins vegar ekki missa hann svo hann bað um frest fyrir hann og fékk hann til að gifta sig. Þannig varð síðan að BB King giftist sinni fyrstu eiginkonu, Martha Denton, 11. nóvember 1944.

Einn góðan veðurdag í Maí 1946 ákvað hann að skilja allt eftir sig og halda til Memphis til að hefja sóló feril. Í Memphis leitaði BB King uppi frænda sinn Bukka White sem hann þekkti úr æsku. Næstu 10 mánuðina kenndi Bukka honum blúslistina, allt frá því hvernig hann átti að halda á gítarnum til hvernig hann átti að orða textana sína. Á þessu tímabili kom hann ekkert fram en bætti sig hvað mest. Án Bukka White er nokkuð víst að BB King væri ekki sá blues meistari sem hann er í dag.

Á þessum tímapunkti áttaði BB King sig á því að honum var ekkert að ganga með tónlistarferil sinn, og auk þess saknaði hann konu sinnar. Hann snéri því aftur til Indianola þar sem hann vann til 1948 en þá hafði hann unnið af sér allar skuldir með því að keyra traktor og spila á götuhornum. BB King fór síðan aftur til Memphis seinna það ár.

Í Memphis leitaði King að Sonny Boy Williamson, sem átti blues útvarpsstöðina KWEM. Þeir könnuðust hvor við annan síðan þeir höfðu eitt sinn hist í Indianola þar sem BB King hafði einnig vingast við gítarleikarann Robert “Junior” Lockwood. Eftir að King hafði komið fram í útvarpinu hjá Sonny bauðst honum að spila á sviði á Miss Annie's Saloon í vestur Memphis. Hann hefði ekki getað valið betri tíma til að snúa aftur til Memphis því þannig atvikaðist að honum bauðst að spila reglulega bæði á kránni og útvarpsstöð Sonnys. Stuttu síðar fékk hann sinn eigin útvarpsþátt þar sem hann spilaði lög eftir þekkta svarta listamenn. Þar sem hann varð alltaf stærri og stærri innan bransans þurfti hann grípandi nafn. Hann byrjaði með Beale Street Blues Boy en breytti því síðar í Blues Boy King, á endanum stytti hann það síðan í hið þekkta BB King.

Vinsældir BB Kings jukust og hann gaf út sína fyrstu plötu árið 1949 ásamt nokkrum öðrum tónlistarmönnum fyrir Bullet Recording og Transcription Company. Á seinnihluta ársins 1949 voru síðan gefnar út 6 smáskífur með King af fyrirtækinu RPM sem var í eigu Modern Records. Elsta RPM upptakan með honum er lagið B.B. Boogie.

Þó engin upptaka hans næði athygli í öllum Bandaríkjunum var hann nokkuð vinsæll.
Rétt eftir jólin 1951 kom út 7. smáskífan hans “Three O'Clock Blues” þar sem kom fram hans fyrsti hittari Three O'Clock Blues. Snemma 1952 náði það lag efsta sæti vinsældalista og hélst það þar í 15 vikur. Hann hafði loksins náð almennilegri viðurkenningu sem blueslistarmaður. Sama ár gaf hann út lagið Woke Up This Morning sem var hans fyrsti hittari síðan Three O'Clock Blues. Seinna það ár skildi konan hans við hann vegna mikils álags þessarar nýju frægðar.