Vincent Chancey Vincent Chancey er einn af færustu jazz hornleikurum í heiminum. Hann hefur getið sér gott orðspor fyrir sína spilamennsku og eigin tónsmíðum. Hann spilaði fyrst á kornett í Gagnfræðaskólabandi nokkru en seinna á trompet og flugelhorn. En þegar hann heyrði í þeim breiða og fallega tóni sem franska hornið hefur upp á að bjóða kollféll hann alveg fyrir því og eftir það var ekki aftur snúið. Hann fékk reynslu að spila á horn með ýmsum grúppum. Hann spilaði mest klassíska tónlist en hlustaði á jazz og var það alveg hans eyrnakonfekt.

Þegar hann útskrifaðist frá Southern Illionis University School of Music fann hann sér kennara eða Julius Watkins. Julius var frumkvöðull á sviði jazzins á horn.

Eftir mörg ár af striti og æfingum uppskar hann loks árangur erfiðisins og varð heiðursfélagi sveitarinnar Sun Ra Arkestra frá 76-78. Hann tók upp með þeim ýmislegt. Hann hefur einnig spilað með fleiri þekktum hljómsveitum og tekið upp með sumum af þeim. Hann hefur komið fram með þekktum einstaklingum á borð við Ashford and Simpson, Melba Moore, Peggy Lee, Maxwell, Aretha Franklin, Freddy Jackson, The Winans, Elvis Costello, Brandy og mörgum fleirum. Honum hlotnaðist sá heiður að spila í 80 ára afmæli Jóns Páls Páfa á tónleikum er haldnir voru til heiðurs Páfa.

Vincent hefur tekið þátt í gerð hvorki meira né minna en 150 albúma, platna og kvikmyndatónlistar. Hann hefur einnig samið fullt af tónlist fyrir horn og litla jazz hljómsveit.

Áhugasömum er bent á heimasíðu kappans. www.vincentchancey.com