Stevie Ray Vaughan. Fyrst lítið er orðið um framlög á þennan Jazz og blús kork fannst mér tilvalið að koma með smá innskot eða grein um besta blúsista sem uppi hefur verið, hann Stevie Ray Vaughan.

Hver kannast ekki við hann, þar að segja ef þú ert kunnug/ur blúsi. Hann hlýtur hann að vera goðsögn í þeim heimi en annan eins snilling hef ég ekki rekist á í minni tíð. Eric Clapton er góður en kemst ekki í hálfsvist við Stevie. Engum öðrum hefur tekist að spila af slíkri færni og öryggi eins og Stevie hann sem spilaði hvert lag eins og það væri hans síðasta. Spilaði með gítarinn bak við sigg og hvikaði hvergi við það.

Eins og svo margir af okkar tónlistar snillingum var hann einn af þeim sem dó allt of snemma, aðeins 35 ára gamall.

Aðeins átta ára gamall þótti Stevie þá og þegar lofa góðu sem gítar spilari. Hann ólst upp í Dallas með bróður sínum Jimmy sem spilaði líka á gítar. Hann hætti í skóla 17 ára gamall og fór þá að reyna fyrir sér sem blús/jazz artisti.

Stóra tækifærið hans kom svo á 1982 Montreux Jazz hátíðinni þar sem hann spilaði fyrst á stórri hátið. í kjölfar þessa fékk hann plötusamning og viðurkenninguna sem hann þurfti.

Á ferli sínum gaf hann út fimm plötur auk þess sem hann spilaði á endalusum tónleikum með ýmsum þekktum eins og B.B. King o.fl.

Þetta varði þó stutt hjá honum eins eins og fleiri stjörnum sem misst hafa lífið í svipuðum flugslysum sem dæmi má nefna Patsy Cline, Buddy Holly, Otis Redding, Jim Croce, Rick Nelson, en allt voru þetta tónlistarmenn sem sárt er að missa.


Það var þann 27. ágúst 1990 eftir tónleika í Alpine Walley, Wisconsin sem þeir félagar Eric Clapton, Buddy Guy, Robert Gray stigu af sviði efitir eina bestu tónleika sem um getur sem Stevie hafði áætlað að keyra til Chicago þetta kvöld en honum bauðst laust sæti í þyrlu sem var á þeirri leið á þessum tíma. Og vegna þess að honum lá mikið á að komast til Chicago og aðeins eitt sæti var laust var hann sá eini sem fór með henni en ekki félagar hans Eric o.fl. En við megum þakka fyrir það.
Þegar þyrlan lagði af stað var mikil þoka og aðeins stuttu síðar lá þyrlan í rústum þar sem hún hrapaði í brekku ekki langt frá.

Þeir sem fórust voru Stevie Ray, Bobby Brooks, managerinn hans Claptons, flugmaðurinn Jeff Brown, tour managerinn hans Claptons, Colin Smythe og lífvörður Claptons Nigel Browne. Það er svo sorglegt að vita af einum besta blúsartista fara svona snemma.

Stevie skildi þó eftir sig margar góðar plötur og hans síðasta In step varð að gullplötu og fékk Grammy verðlaunin.
Síðasta lagið sem hann spilaði var “Sweet Home Chicago” spilað eins og hann myndi aldrei gera það aftur en því miður varð það einmitt raunin.

Hans er sárt saknað og verður minnst lengi áfram.
Í minningu Stevie Ray Vughan.
F.3. September, 1954. D.27. ágúst,1990.