Milt Jackson Hér ætla ég að fjalla um tónlistarmann sem er í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Það er enginn annar en víbrafón snillingurinn Milt Jackson.

Milt Jackson byrjaði að spila á gítar og píanó þegar hann var barn. Nokkrum árum seinna skipti hann yfir á víbrafón. Seinna uppgötvaði Dizzy Gillespie hversu fær MJ var á tónleikum í Detroit og réð hann í hljómsveitina sína.

Þar kynntist hann nokkrum sem voru seinna með honum í The Modern Jazz Quartet. Síðan þá hefur Milt Jackson spilað með listamönnum eins og Charlie Parker, Thelonious Monk, Howard McGhee, Woody Herman Orchestra, Ray Charles, John Coltrane og Dizzy Gillespie.

Það sem Milt Jackson er ef til vill frægastur fyrir er aðild hans að grúppu sem kallaðist Modern Jazz Quartet sem var skipuð ásamt honum þeim John Lewis píanóleikara, Percy Heath bassaleikara og Kenny Clarke trommuleikara sem var síðan skipt út fyrir Connie Kay. MJQ spiluðu margvíslega tónlist en voru þekktir fyrir að blanda stefum úr klassískri tónlist eins og eftir Bach við Blues og Jazz.

Milt Jackson spilaði líka með píanistum eins og Oscar Peterson, Herbie Hancock, Cedar Walton og Monty Alexander á ýmsar plötur.

Milt Jackson lést svo árið 1999 af völdum lifrakrabbameins.

Hér ætla ég að fjalla stuttlega um þær plötur sem ég á með Milt Jackson eða þar sem hann kemur við sögu.

Soul Fusion (1978) er ein af mínum uppáhaldsplötum mínum með honum, hér spilar hann með píanistanum Monty Alexander. Besta lagið að mínu mati er Soul Fusion.

Sunflower (1972) hér spilar hann með Herbie Hancock og gerir plötuna svona meira “funky”. Þessi plata er ekkert sérstök finnst mér. En aðallögin hér að mínu mati eru SKJ og People Make The World Go Round.

The Very Tall Band (1988) þetta er live upptaka með Oscar Peterson, Ray Brown, Milt Jackson og Karriem Riggins. Öll platan er snilld og eru Oscar og Milt aðal sólóistarnir á plötunni.

Blues on Bach (1973) hér spilar hann með Modern Jazz Quartet bandinu. Þessi plata inniheldur klassísk verk eftir Bach með Jazz ívafi og Blues lög inn á milli. Mjög góð plata.

Django (1953 ) þessi er líka með Modern Jazz Quartet, hef ekki mikið um hana að segja, er líka fín.

Því miður á ég ekki fleiri plötur með honum, segið mér ef þið vitið um einhverjar góðar .

Heimildir: www.allmusic.com