Who is Jill Scott?: Words and Sounds Vol. 1 Ég var stödd í Skífunni ekki alls fyrir löngu, með gjafabréf upp á einn geisladisk. Ég var búin að skoða og skoða í gegnum hillurnar, en sá einhvernveginn ekkert sem ég var tilbúin að nota gjafabréfið í. Svo fór ég í R´n´B deildina, og sá nafnið Jill Scott. Ég kannaðist við það og minnti að einhvern tímann hafi einhver mælt með henni. Þess vegna valdi ég mér disk með henni, nánar tiltekið “Who is Jill Scott?: Words and Sounds Vol. 1”. Ég stakk disknum í spilarann og WOW! ég sá ekki eftir kaupunum, og það bara eftir að hafa hlustað á eitt lag! Tónlistin er blanda af blús, jazz, r´n´b, poppi og soul.

:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D: D:D:D:D:D:D:D:

Fyrst smá upplýsingar um Jill Scott. Hún ólst upp í Philadelphiu og var uppgötvuð af trommaranum í The Roots, fékk að vinna með þeim að einu lagi árið 1999. Tók svo þátt í uppsetningu á söngleiknum Rent um Kanada. Svo fékk hún samning hjá Hidden Beach Records og gaf út diskinn sem ég er að fjalla um í þessari grein.

:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D: D:D:D:D:D:D:D:

Platan er gefin út af fyrirtækinu “A touch of Jazz”. Lögin átján á disknum eru:

01 Jilltro
02 Do you Remember
03 Exclusively
04 Gettin in the Way
05 A long Walk
06 I think it´s better
07 He loves me (Lyzel in E flat)
08 It´s Love
09 The Way
10 Honey Molasses
11 Love Rain
12 The Roots (Interlude)
13 Slowly Surely
14 One is the Magic
15 Watching Me
16 Brotha
17 Show Me
44 Try

Þau lög sem ég mæli sérstaklega með eru Do you Remember, A Long Walk, He loves me og Gettin in the Way. En öll lögin eru mjög ljúf og fersk, og heildarsvipur disksins er góður.

:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D: D:D:D:D:D:D:

Ljóðin, sem eru öll eftir söngkonuna, eru þau mjög flott og grípandi. Þau fjalla að mestu leiti um ástina og sambönd. Jill semur lögin í samráði við aðra, m.a. Andre Harris og Vidal Davis. Tónlistin er öll smekklega útsett og hentar röddinni hennar Jill vel. Það eru mjög rólegur fílíngur að hlusta á þennan disk. Hún minnti mig fyrst þónokkuð á Aliciu Keys, en Keys á það til að vera yfirborðsleg og of poppuð, Jill Scott tekur r´n´b á eitthvað allt annað plan og gerir það af snilld! Rödd Jill er mjög spennandi, en þetta er fyrsti diskurinn hennar. Hún hefur einnig gefið út þrjá aðra diska, sem innihalda allir basicly sömu lög og þau sem eru á “Who is…”. Það er bara vonandi að hún fari að drífa sig að bæta einhverju við þannig að það verði einhver flóra til að velja úr hjá henni. Ég bíð a.m.k. spennt eftir meiri músík frá þessari stelpu! Hún var tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir “Best female Vocal Performance” árið 2003 fyrir smáskífu með “A Long Walk”.

:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D: D:D:D:D:D:D:D:

Að lokum, allmusic.com gefur disknum ****+ en hjá mér fær gellan fullt hús stiga, eina stjörnu fyrir textagerð, eina fyrir tónlist, eina fyrir að vera svona seiðandi, eina fyrir að vera einlæg og eina fyrir heildarsvipinn.

*****/*****
Kv. Umsalin