Löngum hef ég lagt það í vana minn að fordæma þá sem senda inn lista yfir uppáhalds lögin sín. Núna mun ég grafa mín hræsnaragröf og gera nákvæmlega það. Endilega setjið ykkar lista í skoðanir þ.e ef þetta er birt.


Stormy weather Lena Horne með Lou Bring and his orchestra. Ótrúlega sérstök rödd en kannski full há og björt fyrir minn smekk. Flottur víbringur. Minnir mig svolítið á Diddú þegar hún syngur djass.

A fin romance. Billie Holiday stendur alltaf fyrir sínu.

Braggablús. Magnús Eiriks gerði þetta frábærlega einfalda lag. Það sem háði því alltaf var söngurinn í upprunalegu útgáfunni. Margrét Eir söng það einu sinni í einhverjum þætti á ríkissjónvarpinu. Þá virkilega sá maður hversu lagið er gott.

God bless the child. Eftir sprell Fóstbræðra með Earta Kitt varð ég að heyra í þessari konu. Mér finnst hún góð, mjög góð. En það tekur tíma að venjast henni og byrja að fíla hana. Fyrst fanns mér hún ljót. Lagið er frábært. Margar góðar útsetningar er til og þá nefni ég útsetningu Andreu og Blúsmanna á því lagi. Eitt af þeim lögum sem er útsett ótrúlega gott en þreytir mann aldrei. Æði sérstakt

Just a gigalo. Louis Prima er frábær. Svo mikil gleði í röddinni. Maður fer í stuð. En eins og ég hef sagt áður þá læðist að mér sá grunur að Ella Fitzgerald syngi þarna með í viðlaginu. Endilega leiðréttið mig.

Öll plata Bjarkar Gling Gló. Mæli eindregið með henni. Björk er svo gríðarlega fær.