Nú jæja jæja… Ég ætla að byrja á því að biðjast afsökunar á því að ég hef ekki sent inn grein fyrir apríl vegna ferðalags sem ég fór í. Ég tók þá ákvörðun þá að senda bara í apríl :D þannig ekki vera ógó reið D=.

Ég ætla að fjalla aðeins um sögulegar rætur jazztónlistar vegna þess að mér áskotnaðist bók sem heitir “Lærðu að hlusta III” (nafnið virkar eins og fyrir þroskahefta en þetta notaði ég í tónfræði ;).

Ef ég leyfi mér að taka smá upp úr bókinni:

“Djazz er samblanda tveggja ólíkra tónmenninga. Tónlistar Evrópu annars vegar og tónlistar í Afríku hins vegar. Blandan sjálf er þó bandarísk, orðin til við aðstæður þrælahaldsins í suðurríkjum Bandaríkjanna á 19. öld.”

Eins og sést hér að þá er djazzinn kominn víða að og er sem sagt eins og segir hér að ofan samblanda af þessum ólíku tónlistarmenningum. Það sem ég held að þá er þessi taktfasti rythmi og jafnvel sum blásturshljóðfærin sem oft eru notuð kominn úr afrísku tónlistarmenningunni. Evrópski stíllinn eru að mestu leyti blásturshljóðfæri og alveg örugglega blandast þetta við bandarísku músikina með blásturshljóðfærum og fleiru.

Skosku, frönsku, spænsku og afrísku þrælahóparnir sem komu til bandraríkjanna á 17., 18. og langt fram á 19. öld báru með sér menningu síns heimalands þar á meðal tónlist. Þannig blandaðist allt þar sem “negrarnir” blönduðu tónlistarmenningu sinni og tónlistarmenningu hvítu húsbænda sinna. Sálmar sem nú eru kallaðir negrasálmar í dag eru frá hinum svörtu mönnum Afríku.

Samruni þessara tveggja tónlistar heima endar í jazzinum. Svo við byrjum bara á Evróputónlistinni þá var það sem kom frá Evrópu: Sálmar, danslög, marsar og þjóðlög. Það sem kom frá Afríkutónlistarmenningunni voru: Seiðkvæði, danskvæði, trumbumúsík og götuhróp. Allt þetta blandaðist saman og endaði í kássu sem menn kalla “Blús Ragtime” eða Djazz.

Takk fyrir. Allt sem ég tók upp úr bókinni var innan gæsalappa.

Heimildir: Lærðu að hlusta III, eftir Þórir Þórisson