Jæja, ég verð nú líka að senda inn grein fyrst að ég skráði mig í “ég ætla”.

Þetta er nú ekkert nýr diskur en ég nennti ekki að skrifa um
einhverja Duke Ellington diska sem ég á.

Ég uppgvötaði St.Germain þegar ég var á Bókasafni Hafnarfjarðar og var að leita að einhverju sniðugu.
Sá Tourist og ákvað að skella mér á hann.
Hlustaði á hann í tvær vikur og skilaði honum svo.
Vegna haturs míns á diska-brennslu, keypti ég svo dikinn á
2fyrir2000 tilboði í staðinn fyrir að brenna hann.
Þessi diskur er hreinasta snilld, ekki þessi hefðbundni jazz, en hin mesta skemmtun þrátt fyrir það.

Að mínu mati eru bestu lögin “So Flute” sem byrjar á þessu magnaða þriggja mínútna flautusóli og endar svo á löngu píanósólói, “Land of…” sem er gott funk-jazz lag sem byrjar með flottu hammond-orgel intrói og svo lagið “Latin Note” sem eins og nafnið bendir til hefur keim af suðu-amerísku latin tónlistinni, flottur víbrafónn í laginu.

Sem sagt snilldar diskur, en þarf að koma mér í skólann svo þessi grein verður ekki mikið lengri.

Vonadni hafið þið gagn og gaman af þessu og skellið ykkur endilega á Tourist.

———-
Sonur Úlfhildar
———-