Jæja, nú eru músíktilraunir byrjaðar, fyrsta tilraunakvöldið var haldið síðasta
fimmtudag…

En af hverju að minnast á þá vitleysu hér? Eru ekki bara groddalegar þungarokks-
hljómsveitir og rapparar sem eru að ybba sig þar?

Sú er reyndar raunin… nema hvað að í þetta skiptið verður erlítil breyting á, það
munar um það, þótt þessi breyting sé ekki nema 1/60 frávik frá reglunni.

Það mun nefnilega troða upp jazz-hljómsveit það 20. mars! Hljómsveitin Danni og
Dixie-Dvergarnir mun koma og skemmta áheyrendum með ljúfum, og jafnframt, bláum
tónum.

Ég hvet alla sem hafa gaman að jazzi að koma á músíktilraunir þetta kvöld og hvetja
strákana, þeir eru kannski ekki á heimsmælikvarða, en kunna sitt fag og eru þónokkuð
efnilegir.

Hér á síðunni er hægt að nálgast eitt af lögunum þeirra, af einu upptöku sem til er
af þeim, tekið upp á gamla David Bowie kassettu, pínulítið klunnalegt, en sýnir vel
hvers þeir eru megnugir.

Lagið er samið af bassaleikaranum, ég sleppi því að kynna hann, hann er hér á huga
og getur látið heyra í sér ef hann vill.

Takk fyrir mig.