Þetta áhugamál er ekki mjög lifandi svo mér datt í hug að segja ykkur frá því að á laugardagskvöldið síðasta fór ég tónleika með tríóinu Hrafnaspark. Tveir gítarleikarar eru í hljómsveitinni og einn á kontrabassa. Þeir tóku mest lög eftir Django Reinhardt þó ég hafi heyrt eitt eftir Duke Ellington þarna inn á milli. Þetta var alveg fyrsta flokks gítarleikur og ég mæli með að allir sem hafa áhuga á flottum klassískum gítarleik kynni sér málið og ég hika ekki við að segja að þetta hafi ekki verið mikið verra en Guitar Islancio. Þeir spiluðu í tvo klukkutíma og ég veit ekki alveg hvort þeir hafi ætlað að fara að spila á fleiri stöðum.

Tónleikarnir sem ég fór á voru á Kaffi Krók á Sauðárkróki og þeir voru teknir upp af Tónlistarfélagi Skagafjarðar, gæti verið að það sé eitthvað sem verði gefið út.