Nafn: Guitar Islancio II
Hverjir spila: Björn Thoroddsen *gítar*, Gunnar Þórðarson *gítar* og Jón Rafnson *kontrabassi*

:/:Ef ég má þá ætla ég að segja frá disknum.. (þetta stendur innan á. Umorða það pínu)

Guitar Islancio II er sjálfstætt framhald af fyrsta geisladiski tríósins Guitar Islancio. Á þessum diski fæst tríóið á ný við íslenska tónlist og færir hana í léttdjassaðan sveiflubúning. Guitar Islancio hefur verið á faraldsfæti síðan tríóið var stofnað fyrir tveimur árum. Leiðin hefur legið vítt og breitt um heimahagana, en einnig til Kanada, Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs, Englands, Spánar og Þýskalands. Í þessum löndum hefur tríóið meðal annars spilað á jasshátíðum, á sjálfstæðum tónleikum og við ýmis önnur tækifæri. Tríóið var þess heiðurs aðnjótandi að vera útnefnt “tónlistarhópur Reykjavíkur” árið 2000

Lögin á þessum disk eru ekki af verri kantinum og gítaristarnir halda áhuganum allan tíman. Ég hef ekki stokkið yfir lag á þessum disk og ég mæli eindregið með þessum disk. Lagalistinn er eftirfarandi:

1. Fröken Reykjavík - Jón Múli Árnason :O: Þetta þekkja nú allir. Flott lag rosaleg vel spilað mikið leikið með laglínu.
2. Krummi svaf í klettagjá / forleikur - Björn Thoroddsen :O: Einleikur hjá honum Birni. Byrjar frekar þungt, frekar spænskur tónn í því…. :þ
3. Krummi svaf í klettagjá - Íslenskt þjóðlag :O: Taktfast vel spilað. Laglína ásamt undirleik hljóma.
4. Guð gaf mér eyra - Íslenskt þjóðlag :O: Fallegt intro vel gert hjá þeim. Laglínan er leikin í byrjun en breytist svo yfir æðislegt sóló þar sem laglínan er svona grunnurinn. Þeir skiptast á sólóum (held ég).
5. Tango - Björn Thoroddsen :O: Án efa fallegasta lagið á disknum. Taktfast tangolag. Laglínan leikin af mikilli snilld. Undirspilið er taktfast eins og vaninn er í tangolögum. Samt rólegt.
6. Ólafur Liljurós - Íslenskt þjóðlag :O: Glæsilegt intro. Laglínan kemur í kjölfarið. Fallegt og vel útsett.
7. Sá ég spóa - Íslenskt þjóðlag :O: Laglínan spiluð ásamt rosalega flottu undirspili þar sem bassinn tekur mikinn þátt.
8. Litfríð og ljóshærð - Emil Thoroddsen :O: Með flottustu lögunum á disknum. Bjartur gítar með laglínuna og pikkað undirspil.
9. Borgarblús - Gunnar Þórðarson :O: Rólegt, flott lag þar sem báðir gítararnir fá að njóta sín.
10. Anda þinn, guð, mjer gef þú víst - Íslenskt þjóðlag :O: Fjörugt og hratt lag. Taktfast og bara skemmtilegt.
11. Bí bí og blaka - Íslenskt þjóðlag :O: Fallegt og rólegt intro. Tvímælalaust með flottustu lögunum á disknum. Pikkað undirspilið tekur mikinn þátt.
12. Haldið áfram - Björn Thoroddsen :O: Hratt og taktfast. Langt intro. Báðir gítararnir taka mikinn þátt.
13. Veistu að þín ástkæru augu - Gunnar Thoroddsen :O: Rólegt fallegt lag. Maður getur sofnað yfir þessu :)
14. Sof þú, blíðust barnkind mín - Íslenskt þjóðlag :O: Mjög endurtekið lag. Höfðar ekki til mín ;)

Þessi diskur er með betri diskum sem ég hef fengið og ég ætlaði ekki að tíma að skipta um lög. Fallegur diskur :D

Takk fyrir.