Ein af jólagjöfunum mínum var diskurinn Jazz í Reykjavík. Hann er útsettur og spilaður af Birni Thoroddsyni (held ég ;).

Björn Thoroddsen - Gítarleikari
Kristian Jörgensen - Fiðluleikari
Jón Rafnsson - Bassaleikari

Á disknum eru eftir farandi lög.
1. Americana - Skemmtilegt og fjörugt lag.
2. Tico Tico - Byrjar svolítið “fönkað”. Fallegt og fjörugt lag.
3. Kvöldljós - Mikil “dulúð” :P yfir því, svoldið dimmt.
4. Paramount Stomp - Skemmtilegt lag, með góðu riffi undir, samt nýtur sólóið sín.
5. Modesto - Flott riff. fiðlan kemur falleg inn, kemur með sóló.
6. Impromtu Nuages - Gítarsóló nánast allan tíman, kemur smá bassi með. Fínt lag.
7. Nuages - Mjög rólegt og fallegt lag.
8. Bopphús - Taktfast í byrjun. Breytist síðan út í gítar og fiðlusóló (plokkað á fiðluna). Fjörugt lag.
9. Saskatchewan - Hratt og taktfast. Mikið bassa og gítarlag.
10. Santiago - Dimmt í byrjun, ákveðið lag.
11. Jazz í Reykjavík - Skemmtilegt, ekta jazzlag. Pikkað á fiðluna, taktfast.
12. Douce Ambiance - Fallegt, gítar og bassalag.
13. Fantasia - Mjög rólegt, sérstaklega fallegt gítarlag.

Þetta er hinn dæmi gerður diskur fyrir hinn dæmigerða jazzunnanda. Skemmtileg lög með gítar, fiðlu og bassa. Fallegur og vel gerður.
***/****

Takk fyrir lesturinn.
Keyze