Miles Smiles-Falið meistaraverk. Mig langar til að fjalla um plötu sem ég held mjög mikið upp á, en kannski ekki allir kannast við. Sú plata er með “iðjuleysingjanum” Miles Dewey Davis, heitir því skemmtilega rím nafni Miles Smiles og var gefin út á því herrans ári 1965. Þessi plata var gefin út þegar annar ,,mikilfenglegi (great)“ kvintettinn hans var á hápunkti og þéttleikinn var svo mikill að þeir gátu leyft sér að spila úr takti með ótrúlega flottum árangri. Áður en ég byrja, ætla ég að fara yfir hljóðfæraleikarana á þessari skífu:

——————————
Miles Davis-Trompet
Ron Carter-Bassi
Wayne Shorter-Tenór saxafónn
Hearbie Hancock-Píanó
Tony Williams-Trommur
——————————

Það þarf vart að taka það fram að allt eru þetta snillingar, hver á sinn hátt og eru mjög stór nöfn í jazzsögunni. En snúum okkur nú að plötunni!

—————————————— ————————
Lögin eru sex, eitt eftir Miles, þrír Shorter ópusar og loks tveir coverar:

1.Orbits (Wayne Shorter)
2.Circle (Miles Davis)
3.Footprints (Wayne Shorter)
4.Delores (Wayne Shorter)
5.Freedom jazz dance (Eddie Harris)
6.Gingerbread boy (Jimmie Heath)
———————————————– ——————-

——————————– ———————————-
Tónlistinni má lýsa sem Hard/Post bobbi, með ákveðnum free jazz áhrifum. Þó eru lögin mjög fjölbreytt, en mynda skemmtilega heild. Mér finnst þó fyrri helmingur hennar betrim aðallega út af lagasmíðunum, þótt sá seinni sé alls ekki slæmur. Tónlistarmennirnir eru allir í topp formi, hver og einn kemur með sín einkenni inn, en þó verða þau aldrei á skjön við það sem hinir eru að gera. Það sem mér finnst gera þessa plötu svo frábæra er hvað hún er yndislega fersk og dýnamísk. Það má að mörgu leyti þakka frábærum trommuleik Tony Williams, en hann swingar sig inn og út úr ”bítinu", en það verður aldrei asnalegt. Bassinn og píanóið eru mjög hugmyndarík, og að sjálfsögðu koma Miles og Wayne Shorter með frábær sóló. Með þessu verður platan mjög laus í sér, en það stuðlar að óendanlegum ferskleika þar sem maður veit sjaldnast hvað kemur næst. Lagasmíðarnar eru stórkostlegar og dæmi um það er Footprints, sem átti eftir að verða að standardi og Circle, sem er með því fallegra sem Miles hafði látið frá sér. Svo eru líka þarna þessi gullnu móment, sem maður bíður eftir, dæmi um þau eru byrjunin á Orbits sem er mjög kröftug, innkoma Shorter í Circle og síðast en ekki síst sólóið hjá Hancock í Circle, en það mun vera eitt það magnaðasta píanósóló sem undirritaður hefur heyrt. Að lokum vil ég geta þess að platan vinnur á sig eftir hverja einustu hlustun, en það er nánast ógerlegt að fá leið á henni.

Lögin eru venjulega byggð upp þannig að fyrst kemur chorusinn (lagið sjálft) , einu sinni eða oftar, sóló (taka mestan tíma) og síðan chorusinn aftur einu sinni eða oftar. Mér finnst sjálfum gaman að les track by track review hjá öðrum, þannig að ég geri sjálfur þannig.

1. Orbits: Hressilegt hratt bob lag sem byrjar í lausu lofti, en fer síðan í takt og glæsilegt sóló Miles fær að njóta sín sem og kröftugar trommur Tony Williams. Með betri lögum af plötunni og últrasvalt píanósóló. Einkennandi fyrir þetta lag sem og alla plötuna eru flottar taktbreytingar. Tilvalið til að starta plötunni.
2. Circle: Að mínu mati besta lagið á plötunni með Footprints. Afskaplega falleg ballaða sem grípur strax en heldur gripinu fram í hið óendanlega. Innkoma Shorters og taktbreytingin sem fylgir í kjölfarið er priceless, en Hancock stelur senunni með OF mögnuðu sólói, sem hjómar eins og konsertpíanisti að improvisera. Tony Williams og Ron Carter halda þessu svo öllu saman með taktbreytingum (strange but true). Þess má geta til gamans að Orbits var byggt á öðru lagi eftir Miles sem hét Drad dog sem var að vissu leyti byggt á hljómaganginum úr Blue in Green af Kind of blue.
3. Footprints: Þetta lag er það lengsta og mikilvægasta á Miles Smiles. Engin furða að þetta átti eftir að verða að standardi. Cool melódía, yndislega óhefðbundinn trommuleikur og flott funky bassariff sem heldur áfram út lagið.
4. Delores: Þægileg cool melódía, en trommuleikurinn svolítið hár miðað við lagið sjálft en dæmi hver fyrir sig. Flott sóló en þó finnst mér þetta lag alls ekkert yfirburðalag.
5. Freedom jazz dance: Flott melódía og lag sem þróast út í hálfgerðan rokk takt með djass sólóum yfir. Tony Williams stelur senunni með mögnuðum trommuleik og alls ekkert til að setja út á en margt til að hrósa.
6. Gingerbread boy: Afskaplega flott bob þema byrjar þetta lag, en snýst svo í free jazz og aftur í bob. Síðan kemur flott Miles solo og Wayne Shorter fylgir á eftir og loks kemur Hancock með blús funkað sóló sem svínvirkar. Tony Williams rúlar eins og venjulega. Lagið er mjög hratt en það er eins og drengurinn ráði við allt sem að kjafti kemur og ég myndi kjósa þetta besta lagið af síðustu þremur.

Columbia /Legacy eru nýlega búnir að remastera þessa plötu og inniheldur sú útgáfa bæði gömlu liner notes+nýjar og áður óútgefnar myndir. Hljómgæðin eru frábær og ég ráðlegg öllum þeim sem vilja fjárfesta í plötunni að kaupa þessa útgáfu, en ekki gömlu. Ég mæli reyndar með þessum remasteringum almennt, þær hafa reynst mér mjög vel. Einnig held ég að þessi plata sé rock solid ef maður vill byrja að kynna sér annan kvintettinn, en fyrir þá sem eru að byrja að hlusta á Miles, þá mæli ég frekar með meira aðgengilegra stuffi, t.d. Kind of blue, Round about midnight og Schetches of Spain. Diskurinn kostar u.þ.b. 2000 krónur og fæst í Skífunni og svo er hægt að sérpanta hann í 12 tónum.

Platan fær 9 af 10 mögulegum.

Að lokum vil ég þakka fyrir mig, óska öllum gleðilegra jóla og megi þetta áhugamál lengi lifa.
Því meira sem maður lærir, því minna veit maður