Þegar ég skrifa þessa grein eru átta dagar til jóla og eitt próf eftir og þá er loksins komið jólafrí. Þegar jólin eru hæst og allir eru í góðum gír eitthvað að skrifa jólakort eða að pakka inn þessum gjöfum sem maður borgaði morðfjár fyrir og stressið að með fólkið, hljómar ekkert annað en jóladjass heima hjá mér því hvað er betra en góður djass.

Ég hef eitt löngum tíma í því bara að pæla í djassi og komist að þeirri niðurstöðu að í hvaða búningi sem er þá getur hún alltaf skapað tíðarandann og bætt líðan mans án þess að það hafi verið ætlunin. Ég er búinn að vera að læra undir próf seinustu tvær vikurnar (sem nota bene er ekki gaman og upplífgandi þegar allir aðrir í kringum mann eru í jólaskapi) og ég komst að því að hversu niðurdrepinn sem ég var þá náði ég alltaf að sofna sáttur leikmaður við það eitt að setja djass á fóninn.

Nú hafa rannsóknir eflaust sýnt fram á það að klassísk tónlist sé besta tónlistin til þess að læra við.

Allt í lagi…hversu oft hafiði heyrt þetta og hversu oft hafiði reynt síðan að hlusta á klassíska tónlist á meðan að þið eruð að læra? Undirritaður hefur reynt þetta og eftir 5 lög af Bach (Eins mikill snillingur og hann var) þá var ég orðinn geðveikur og þurfti að skipta yfir í djassinn.

Annað dæmi um tíðaranda þá finnst mér alltaf gaman af laginu “Autumn Leaves” en þá sér í lagi dúndur ( Bubbmaster ef þú lest þetta þá biðst ég velvirðingar á frasastuld en þetta átti bara svo vel við) eða s.í.l.d. í kringum haustið og þegar ég hlusta á það þá, þá kemst ég í svokallað haustskap eða skólaskap.

Ég ætla nú að hætta að bulla (,,plís gerðu meira” heyri ég barret veina) og snúa mér að kjarna málsins…tónlist almennt, hvort sem það er dauðarokk eða klassísk getur á sinn hátt skapað tíðarandann en fyrir mitt leyti kýs ég að velja djass og funkið því það deyr aldrei.



P.s. ég hef hug á að reyna að skrifa reglulega smásögu í mörgum þáttum tengdum djassi.
Lifi funk-listinn