Hvaða jazztónlistarmenn hafið þið séð Live í gegn um tíðina ?

Endilega tjáið ykkur um reynslu, sögur af tónleikum og skemmtanagildi.

Þeir sem ég hef séð.

Dave Holland Quintet, það vantaði Dave Holland en sá sem kom í stað hans var:

Lonnie PLaxico - Bassi
Billy Kilson - trommur
Steve Nelson - Víbrafónn
Robin Eubanks - Básúna
og náttúrulega hinn frábæri Chris Potter á saxófón.
Þessir tónleikar voru haldnir í Íslensku Óperunni á Jasshátíð í RVK hér um árið.
Alveg brilliant. Fékk eiginhandaráritun eftir á, það var jolly (enda er ég safnari:)

Svo eru það tónleikar í Vesturporti fyrir ári síðan

Jim Black - Trommur
Hilmar Jensson - Gítar
Andrew D'Angelo - Saxófónn

Alveg hreint magnaðir tónleikar. Með þeim skemmtilegri sem ég hef séð.
Ógleymanleg reynsla.

Einir snilldartónleikar besta gítarleikara sem Íslendingar hafa átt, Jón Pál Bjarnarson.

Jón Páll Bjarnarson - Gítar
Gunnar Hrafnsson - Kontrabassi
Guðmundur “kóngur” Steingrímsson - trommur

Þeir voru haldnir í Álftanesi í huggulegu en litlu samkomuhúsi þar.
Jón Páll sannaði þar og sýndi að hann er bestur okkar Íslendinga í Jassinum.
Pabbi minn hélt sýningu af jazztónlistarmönnum þar, og þeir spiluðu undir.
Þar voru m.a. myndir af John Coltrane, Miles Davis og David Murray svo e-ð sé nefnt.

Pierre Dorge's Jungle Orchestra

Sá þá úti í Kaupmannahöfn.
Ég var svo ungur(og hafði ekkert vit á þessu)og þekki ekki mannskapinn en
ég hef oft heyrt um Pierre Dorge og er einn þeirra frægustu frá Danmörku.

En skemmtilegir voru nú tónleikarnir.

Útskriftartónleikar Samúels Jóns Samúelssonar í Leik Húsinu 1. maí e-n tímann

Þetta var gríðarmikið big band sem hélt uppi roknastuði fram eftir fallegu
sumarkvöldi í vesturbænum. Svo að nokkrir séu nefndir:
Samúel Jón Samúelsson - básúna
Jóel Pálsson - Saxófónn
Daði Birgisson - Hljómborð og orgel
Ómar Guðjónsson - Gítar
ég er ekki viss en ég held að Matti Hemstokk hafi verið á trommunum.
Annars var heill hellingur af fleiri gæjum að spila með.
Þeir spiluðu tónlist eftir Samma og í hans eigin útsetningum.
Hann tók tónleikana upp og setti þá á plast sem ber nafnið Legoland og er til allstaðar.

Útgáfutónleikar Jagúars á Get The Funk Out, í Háskólabíó.

Daði Birgisson - Öll hljómborð og vocoder
Börkur Birgisson - Gítar
Ingi Skúlason - Bassi
Samúel Jón Samúelsson - básúna
Kjartan Hákonarsson - Trompet
Eyjólfur Þ. - Saxófónn
Sigfús Óttarsson - Trommur

Massívir grúví Funk tónleikar með Blaxplotation kvikmynd sem intro.
Flott sóló, skemmtileg lög og catchy laglínur settu svip sinn á sumartónleika þess árs (2001).
(Ég var að kynna tónleikana, það gerði þá enn skemmtilegri).
Endilega fjárfestið í disknum Get The Funk Out.

Japonijazz í Salnum

Nokkrir síbrosandi japanar komu eina kvöldstund og héldu tónleika í Kópavogi.
Bassaleikarinn og gítarleikarinn voru bestir að ógleymdum saxófón/flautuleikaranum.
Þeir voru góðir fyrir hlé og byrjuðu mjög vel, en svo eftir hlé datt botninn ALVEG úr þessu
og maður gat ekki beðið eftir að komast út úr Salnum þetta var orðið svo langt og leiðinlegt.
Þeir áttu góða spretti inn á milli, en svo tóku þeir sína útgáfu af Ave Maria í minningu atburða
11. september og var hreint út sagt ÖMURLEGT með fulli virðingu fyrir atburðunum.

Nóg um það

Nokkrir sem ég nenni ekki að skrifa mikið um:

Guitar Islancio
Tríó Karls Möller
Jasstríóið Flís

Einir tónleikar sem ég missti af og sé HRIKALEGA eftir að hafa ekki þegið það.
Elvin JOnes í London 1996. Ég vildi frekar vera hjá frænku minni að leika mér í LEGO.
Djöfullinn maður. Einn af bestu trommuleikurum fyrr og síðar.
En bróðir minn fór að sjá hann og sá sko EKKI eftir því.

Svo ein saga í blálokin,
pabbi minn var á jasstónleikum og sá einn gaur í geðveikt skrýtnum fötum ská fyrir framan sig.
Eftir smástund áttaði hann sig á því að þetta var Miles Davis. Hann sá fleiri fræga um ævina
og ég gleymi eflaust helling.
Art Blakey + Jazz Messengers
James Carter
Elvin Jones
Lester Bowie og hans fylgdarlið
Airto Moreira
Herbie Hancock
Modern Jazz Quartet
Joshua Redman
Niels Henning Orsted Pedersen
Oscar Peterson

Ég gleymdi örugglega mörgum en náði samt einhverjum frægum.
Svo þekkir pabbi minn gaur sem sá Miles Davis rétt eftir að hann hafði gefið út
Kind of Blue, ásamt Bill Evans, John Coltrane, Cannonball Adderley
en einhverjum öðrum trommuleikara held ég.
Svo þekkir vinur minn gaur sem var læknir í New York,
og eitt sinn sá hann um Miles Davis þegar Miles
fótbraut sig og talaði við hann á hverjum degi í mörg ár.
Og annar vinur pabba sem sá Miles Davis ca. 1972
Tónlistarkennarinn minn hefur séð Weather Report og Frank Zappa.
Annars luma einhverjir aðrir á einhverju skemmtilegra.


Snakkið

barrett