Brad Mehldau - Songs Ólíkt barret í grein sinni um Jack Black var ég að fara í dönsku-próf og hlustaði á þennan líka snilldar disk sem ég hafði fengið lánaðan hjá vini mínum, Songs með Brad Mehldau. Songs er fimmta platan píanistans Brad Mehldau en þriðja í The Art of the Trio “seríunni”. Þessi plata mætti flokka sem post-bop

Diskurinn byrjar á rólegu píanó og kontrabassa dundi í ¾ trommur inn og endar þetta í ágætis liftu-lagi (Song-song).

Annað lagið, Unrequited, og það þriðja, Bewitched, Bothered and Bewildered sem meðal annars Ella Fitzgerald tók, eru ekkert spes bara venjulegir standardar.

Fjórða lagið minnir mig óneitanlega mikið á Radiohead, og viti menn þetta er Radiohead lag (Exit Music). En skemmtilegt þar sem Radiohead er mín uppáhalds-hljómsveit, plús fyrir það. En allavega geðveikt flott píanó-sóló og trommu grove.

Eftir þetta lag bjóst ég við að ekkert gæti toppað það. Þar skátlaðist mér eftir lagið eftir “At loss” byrjar mjög sakleisis lega en vinnur sig upp á efri stig þegar á líður lagið.

Ef við sleppum að tala um tvö þrjú lög (þau eru samt snilld) þá er lag númer 9 hrein snilld (meðal annars sungið af Sinatra). Lagið “Young at Heart” byrjar á spiladósa og píanó dúói. Þegar fer að líða á þetta dutl koma trommurnar yfir mann eins og þyrluhreyflar sem bíða eftir að saksa á þér hausin. Lagið er upphaf á því sem sést seinna hjá honum (Largo).

Endalagið “Sehnsucht” er rosalega “óskipulagt” lag svona eins og frí-jazz. Þar fá öll hljóðfærin að njóta sín svona eins og “happy endings” á Disney-mynd þar sem allir eru vinir að lokum.

Tríóið er skipað þeim:
Brad Mehldau - Píanó
Larry Grenadier - Kontrabassa
Jorge Rossy – Trommur

****/*****
- garsil