Jim Black - AlasNoAxis Ég var að læra undir sögupróf í gær og tók 40 diska frá pabba og
í spilarann minn, þar á meðal hinn frumlega trommara Jim Black.

Ég hafði heyrt mikið um hann áður og meira að segja farið á frábæra
tónleika með honum fyrir ári síðan þar sem hann var að spila
tónlistina af disknum Tyft sem kom mikið seinna út, s.s. mikil
forréttindi. þar var hann að spila ásamt Hilmari Jenssyni
snillingi og gítarleikara, og Andrew D'Angelo, lítt þekktum en
framúrskarandi saxófónleikara.
Þetta tríó spilaði raf-free-jazz með mikið af aukahljóðum, og effectum. Það sem vekur mína furðu er spurningin, afhverju velur
hann íslendinga með sér inn á plötuna ?
Hann var líka að spila með Hilmari á Tyft, en af hverju ??
Jæja, ég ætla að forðast fleiri málalengingar hér á huga og spyrja
Hilmar við tækifæri.


Jim Black - AlasNoAxis

Trommur og aukahljóð - Jim Black
Gítar og aukahljóð - Hilmar Jensson
Saxófónn og aukahljóð- Chris speed
Bassar og aukahljóð - Skúli Sverrisson

Diskurinn hefst á kröftugu melódískum trommurythma sem hægist
og hraðast á til skiptist og svo koma fullt af sérstökum
aukahljóðum sem skapa dulræna stemningu sem liggur á manni eins
mara þó maður sé búinn að ýta á stop. Ég ætla ekki að tilgreina
neitt eitt og eitt lag á disknum vegna þess að hann er eitt heilt verk, sem skapar góða heild. Trommuleikurinn er hálfdáleiddur (ef
svo má segja) og stundum jafnvel djöfullegur. Ef ég ætti að velja
einn lit til að lýsa disknum þá myndi ég velja
dökk-dökk fjólubláan. Ég á erfitt með að túlka mínar skoðanir á
plötunni en hún er e-n veginn “beyond our nature”. Vona að
þið skiljið mig.
Ef ég mætti ráða myndi tónlistin sem þeir eru að spila þarna heita
progressive-electronic-jazz. Þetta er enistaklega góður diskur.
Ég veit að hann er til á borgarbókasafninu og þið getið reynt að
tékka á honum þar. Skylduhlustun !

****/****



barrett