Billy Preston Billy Preston fæddist 9. september í Houston, Texas.

Preston fékk draumabyrjun í tónlistarheiminum þegar hann spilaði á hljómborð, aðeins 10 ára að aldri, með gospel-dívunni Mahalia Jackson og tvem árum seinna, eða árið 1958, lék hann í mynd um W.C. Handy (oftast kallaður faðir blússins) og lék hann engan annan en Handy á hanns yngri árum.

Billy Preston var undrabarn á orgel og píanó og snemma á 7unda áratugnum tók hann upp plötu með Vee-Jay og splaði í tónleika-bandi Little Richard.

Um miðjan áratuginn var hann fastagestur í sjónvarpsþáttiunum Shindig sem sýndir voru á ABC, þar sýndi hann hæfileika sína sem bæði söngvari og píanisti.

Byggði hann upp gífurlegan orðstír sem “session” tónlistarmaður og spilaði hann meðal annars á Bítlaplötunni, Let It Be. Gaf þar orgel og Rhoads hljómur hans mikið í lögum á borð við Get Back, I Me Mine og Let It Be.

Samband hans við Bítlana varð til þess að hans eigin sóló-plata, That’s the Way God Planned It, naut gífurlega vinsælda, þess má geta að platan var gefin út af útgáfufyrirtæki Bítlana, Apple.

En það voru plöturnar Outa-Space og Will It Go Round in Circles (A&M) sem setti Preston fastan á tónlistar-kortið.


Helstu sóló-verk Billy Preston:

The Most Exciting Organ Ever – 1965
The Wildest Organ in Town – 1966
Club Meeting – 1967
That’s the Way God Planned It – 19969
Billy Preston (Buddah) – 1969
Greazee Soul – 1969
Encouraging Words – 1970
I Wrote a Simple Song – 1971
Music Is My Life – 1972
Sould Out – 1973
Everybody Likes Some Kind of Music – 1973
The Kids & Me – 1974
Live Euorpean Your – 1974
It’s My Pleasure – 1975
The Genius of Billy Preston – 1975
Billy Preston (A&M) – 1976
Whole New Thing – 1977
Late at Night – 1979
Billy & Syreeta – 1981
The Way I Am – 1981
Pressin’ On – 1982
Minister of Music – 1995
Words & Music – 1996
Universal Love – 1997
Music From My Heart – 2001
Sixteen Year Old Soul – 2002

Heimildir: www.allmusic.com
- garsil