Charlie Parker - í sukki og svínaríi! Nú eru liðnir 5 dagar síðan síðast var skrifuð grein hér á Jazz-slóðum og úr því verður að bæta. Það er lítið mál að buna út úr sér einhverri vitleysu og það hyggst ég gera:

Charlie “Bird” Parker var án efa einn allra áhrifa mesti tónlistarmaður í sögu dsjassins. Honum hefur oft verið líkt við Louis Armstrong vegna þess að áhrif beggja náðu langt út fyrir eigið hljóðfæri. í kringum 1945 var dsjassin eiginlega hættur að þróast; Það var margt gott í honum en hann var hætur að þróast. En þegar Charlie Parker kom fram á sjónarsviðið með sína nýju rytmísku, harmónísku og melódísku hugsun ( ég veit ekkert hvað þetta þýðir ég bara las þetta einhversstaðar) vissu tónlistarmenn að þeir þurftu að hugsa sinn gang. Enginn gat spilað nútíma djass án þess að skoða Parker ofan í kjölinn (og má ég þá til að benda á The Charlie Parker omnibook, sem fæst í tónastöðinni og hefur að geyma öll hanns helsu lög og sóló).

Charlie Parker fædist núll ára og án allra tónlistarhæfileika (ég veit, það er ótrúlegt) í Kansas borg, í Kansas fylki þann 29. ágúst, 1920. Faðir hans var fyrir löngu flúinn og mamma hanns sá um heimilið Þrátt fyrir bága efnahagsstöðu tókst þeim að skrapa saman fyrir saxófóni handa Tsjalla litla. Hann byrjaði strax að æfa sig, lagði á minnið sóló af plötum og æfði hljómaskala upp og niður 11-15 tíma á dag, segir hann sjálfur í útvarpsþætti þar sem hann ræðir við Paul Desmond (samdi Take 5) 1953. (Ég hef það fyrir satt að íbúðaverð í nágrenninu hafi lækkað um 10% vegna hávaðamengunar.) Charlie Parker var ekki svo ýkja góður í fyrstu, að því er hlustendum virtist a.m.k. vegna þess að hugmyndirnar streymdu út hraðar en fingurnir orkuðu. Fólkið hló en Parker tvíefldist, fór aftur heim að æfa og árið 1937 byrjaði hann að spila með hljómsveit Jay McShanns og átti þar prýðis sóló.

Munnmæli herma að Parker hafi fengið viðurnefnið sitt(bird(fugl)) í einu af sínum mörgu tónleikaferðalögum um Bandaríkin með hljómsveit Jay McShann. Er þeir tóku að nálgast bóndabýli nokkurt sáu þeir að allt var af hænsnum krökkt á veginum. Eins og gerist og gengur með ferðalög á bíl strauja þeir eina hænu
-“Stöðvaðu bifreiðina!” æpti Parker hástöfum.
-“Hvaða vitleysa, þetta er eitt lítið hænsnatetur…?”
Þá mælti Parker “Þú stöðvar bílinn eða ég treð saxófóninum mínum þangað sem sólin skín ekki.”
Bílstjórinn samþykkti og stöðvar bílinn, Parker þýtur út, tekur hænsnið í fang sér, tekur á rás upp að nálægu bóndabýli og hljómsveitin á eftir, og knýja þeir dyra.
Húsfreyja kemur til dyra og mælir: “Hvað er ykkur á höndum félagar?”
-“Við straujuðum eitt stykki hænu og vorum að vonast til að þú gætir haft hana í miðdegisverð.”
-“Skellum upp hófi drengir, drekkum, borðum og verum kát!”
-“Þú ert kona okkur að skapi”, svara hljómsveitarmeðlimir í einum kór. Var svo kneyft fram á rauða nótt og elstu menn muna ekki meira svalllíf, drykkkæti eða ælusvælu.

Nújæja, víkjum okkur að tónlistinni; fólk, sem vant var mönnum á borð við Louis Armstrong, Artie Shaw, Benny Goodman, Count Basie, Duke Ellington o.fl., eða saxófónleikurum eins og Lester Young, Henry “Buster” Smith (sem höfðu mikil áhrif á Parker) og Coleman Hawkings varð að sjálfsögðu skelfingu lostið þegar það heyrði lög Parkers og Dizzy Gillespies sem voru á yfirþyrmandi hraða (300 slög á mínútu(5 slög á sekúndu(af miklum myndarbrag))). Lögin byrja öll á því að Charlie og Dizzy Gillespie eða Miles Davis spila saman (og hljóma sem einn) laglínu með torræðu tempói, tónskrattar og lækkaðar níundir leynast í hverju horni. Á eftir fylgir Parker-sóló þar sem hann kynnir sífellt nýjar melódískar hugmyndir og þeytir út úr sér 16-parts frösunum eins og Guffi og félagar. Dizzy Gillespie(eða Miles Davis) fylgir á eftir með dramatískar laglínur á efstu nótum trompetsins sem líffræðilega er hægt að spila(og er snöggur að því).

1945, nóvember, 11 vikum eftir uppgjöf Japana skelltu Miles davis, Dizzy Gillespie, Max Roach og Curly Russels í stúdíó og tóku upp lögin “Billie's Bounce”, Thriving from a riff“, ”Now's the time“, og ”Koko“, sem að komu Parker fram á sjónarsvið djassheimsins, þótt þau seldust ekki vel. Einmitt á þeim árum er tónlist Parkers, bebopið, var að þróast, var verkfall í hljómplötugeiranum svo að bebopið kom fram fullmótað á plötum.

Þegar þeir höfðu spilað á klúbbum í New York um nokkurt skeið eins og Minton's Playhouse, héldu þeir til Los Angeles í leit að nýjum æfintýrum 1945. Dizzy hafði verið boðið að spila á klúbbnum ”Billy Burgs“ í Hollívúdd. Þar hittu þeir fyrir trompetleikarann Howard McGhee, bassaleikarann Charlie Mingus og saxófónleikarann Dexter Gordon. Sú ferð varð eitt allsherjar stórslys og mættu þeir litum skilningi. Á leiðinni til LA stoppuðu þeir til að fá sér í gogginn. Þegar þeir voru komnir í lestina aftur tóku þeir eftir að enginn var Tjallinn með í för.
Þegar allt í einu trommarinn Stan Levi sáu einhvern lítinn svartan punkt hreyfast langt úti í miðri eyðimörkinni. Hann greindi frá þessu við Gillespie sem brást ókvæða við, vitaskuld þreyttur á óáræðni Parkers og sagði: ”Hunskastu út og náðu í hann. “Stan hljóp út, þreif í Parker og sagði: ”Hvað er þér á höndum, frændi?“ ”Bu…bu…ö…ég…þarf eitur…“ svaraði Parker örvinglaður. Þeir pökkuðu honum saman í álpappír og héldu áfram för sinni til Englaborgar. Er þangað var komið var sem fyrr segir illa tekið á móti þeim. Þeir undu því ekki vel og keyptu miða með lestinni til baka. Charlie í barnaskap sínum seldi miðann sinn fyrir eiturlyf. Dizzy Gillespie, sem áður hafði kallað Parker hinn helming hjartsláttar síns gafst upp á honum og fór til baka til Nýju Jórvíkur. Charlie plumaði sig vel á nýja staðnum eftir að hann hafði komið á viðskiptasambandi við eyturlyfjasalann ”Moose the mooch“ en brátt varð sá kumpáni handtekinn og færður í fangavörslur lögreglunnar; þá syrti í álinn hjá Charlie Parker og upp hófust fráhvarfseinkenni hin verstu og drykkjan jókst. Charlie bjó í yfirgefnum bílskúr með jakkann einan að ábreiðu. Týndur í úthverfum Los Angeles mældi hann göturnar og rambaði einstöku sinnum inn í stúdíó. Þegar lagið ”Loverman" var tekið upp var hann svo fullur að upptökustjórinn þurfti að halda honum uppréttum. Parker vildi henda plötunni í gólfið og stappa á hana skítugum skónum og síst af öllu gefa hana út. Sú plata seldist að einhverju marki og fékk hann nægan pening til að gista hótel bæjarins einstöku sinnum. Ein saga segir frá því er hann í örvinglun sinni eina nóttina vafraði um nakinn í móttöku hótelsins sofnaði reykjandi og kveikti í rúminu sínu. Er löggan kom á staðinn barði hún hann blóðugan og stakk honum í steininn. Hann fékk taugaáfall og var fluttur á Carmarillo State Hospital og spilaði þar með hljómsveit hússins. Á meðan var Dizzy Gillespie að framkvæma allt aðrar hugmyndir með stórsveit að glíma við áhrif Suður-Amerískrar tónlistar.

Ég held áfram umfjöllu minni um sorglegan lífsferil Charlie Parker í næstu grein minni sem birtist von bráðar.
Góðar stundir

hvurslags og Snorlax