Djass

Þar sem ég er tónlistarmaður og í djass-ljómsveit (erum einmitt að vinna að skemmtilegu samstarfsverkefni með annarri djass-hljómsveit,vonast til að það verði langvarandi) þá ætla ég að fræða þá sem ekki eru tónlistarmenn, eða leikmenn eins og ég kýs að kalla þá, um djass frá horni tónlistarmannsins (tek fram að þetta er mín skoðun).

Þannig er að djass er svo geigvænlega skemmtileg og margbrotin tónlistarstefna að það nær ekki nokkurri átt og eru möguleikar til sköpunar óendanlegir. Sem dæmi má nefna að yfir einn hljóm eru geturðu spilað svona um 10 mismundandi skala sem allir hafa sinn sjarma og eru til margar mismunandi afbrigði af djassi sem að eru tengdar af því að þær eru allar komnar af sama djassi en eru samt sem áður svo frábrugnar hvor annarri. Sem dæmi má nefna: Ragtime og Dixieland, en þetta eru bæði afbrigði af djassi sem eru skildar að því leyti en eru svo ólíkar að hægt er að greina á milli þeirra með því að heyra smá lagabút. Svona mætti lengi telja áfram og jafnvel skrifa mastersritgerðina sína um.

Um daginn þá tók hljómsveitin mín lagið “Autumn Leaves” og spiluðum það afturábak og áfram þar til að við kunnum lagið eins og páfagaukar, eða það héldum við. Lagið byrjar á Am D7 Gmaj Cmaj F#m7b5 B7 og Em. Bassaleikarinn okkar fór að læra að labba og þá kom alveg nýr blær á lagið og eftir að ég hafði farið alveg oní kjölinn á hljómunum þá urðu sólóin líflegri og jafnframt flóknari. Sem dæmi má nefna að Am er heimahljómur í C dúr-A moll, E moll-G dúr, F dúr-D moll svo ég nefni aðeins nokkur dæmi (Gæti líka bætt inn alls kyns hljómhæfum og laghæfum/djass tónstigum sem ekki er pláss/tími fyrir hér). Bara með því að fara ofaní kjölin á einum hljómi þá ertu strax kominn með ótal möguleika á að gera lagið sem þú ert að spila skemmtilegra en það er. Vitaskuld gæturðu gert þetta með hvað dægurlag sem er en þá væri dægurlagið orðið tilraunakennt djass/pop sem væri þá orðið djass að mínu mati.

Ég hef líka verið að fikta við að semja djass og hef komist að því í smíðum mínum að það er fremur erfitt að hafa lagið í einni tóntegund án þess að lagið fari að hljóma eins og hvert annað dægurlag. Djass lítur ekki sama lögmáli og pop um það að vera samið í einni tóntegund líkt og flest lög sem flestar þessarra svokallaða pop-hljómsveita, íslenskar sem og útlenskar, semja og sitja síðan út á markaðinn til þess eins að geta fætt sig og sína og drepa þar með grunnhugmynd tónlistar, sem er að hafa gaman af henni og leyfa öðrum að hafa gaman af því. (Tónlist nútímans snýst um það að fá heilaþvegin börn til þess að kaupa plötur sem eiga að vera “það vinsælasta í dag” og fá börnin þessar upplýsingar frá sjónvarpsstöðvum á borð við MTV og Popp tíví sem leiðir mig að þeirri staðreynd að sjónvarp er bæði besti vinur og versti óvinur tónlistarmannsins þar sem að hún getur bæði komið sér framfæri þar og líka orðið sér að falli. Smá útúrdúr)

Þar sem að ég hef í þessarri stuttu grein sagt fólki hvað mér finnst um djass tónlistarlega séð og meira en það þá vona ég í fyrsta lagi að þetta áhugamál lognist ekki út af heldur haldi velli næstu 10, 20 jafnvel 30 árin og í öðru lagi að fólk segi sína skoðun á djassi tónlistarlega séð eða bara frá sér séð. Jafnframt vil ég þakka ykkur fyrir að lesa þessa grein í gegn.

Niður með Skífuna!!!

—Organum—
Lifi funk-listinn