Jæja loksinns!

Video kubburinn er kominn í gagnið, og hérna eru smá punktar um hann

1. Til að koma efni í hann verður þú að setja efnið þitt á www.youtube.com, og senda mér síðan link á síðuna þar sem videoið er. Ég geri síðan rest.
2. Nýjasta videoið verður það sem sést á forsíðu áhugamálsinns, önnur eldir sjást þegar þú smellir á “Sjá Meira”, einnig mun nýjasta videoið vera þar, vegna þess að videoin eru stærri þar :)
3. Ekkert rugl
4. Þetta er svona til að byrja með og ég áskila mér öllum rétti til að breyta þessu eins og mér sínist ;)

MEIRA…
5. Ég mun safna saman videounum sem þið sendið mér og skoða þau og ákveð hvort þau fara inn eður ei. líklegast fer allt inn ef það er eitthvað varið í það.
6. Það munu koma svona 4-7 ný video á viku svo lengi sem þið haldið einhverju flæði, en ég ætla að reyna að halda nokkuð jöfnu flæði, t.d. ef mér berst bara 2 video eina vikuna koma þau bara 2 og með jöfnu milli bili.

Þetta er gert svo flest video fái góðan tíma á forsíðunni og ef það berast kannski milljón ný video þá fara þau ekki öll inn í einu.