Ljósmyndakeppnir Jæja stúlkukindur!

Þar sem klárlega er einhver misskilningur á ferð hvað varðar ljósmyndakeppnirnar, þar sem sjálfsagt er (í almennum skilningi) að fólk eigi að dæma verk eftir atriðum einsog gæðum, stíl, litasamsetningu, uppsetningu, vinnslu ofl ofl þá hefur okkur borist uppástunga að örlítilli breytingu á þessum keppnnum sem var heldur betur tekið vel :P

Hann Kúreka Lemmy kallinn stakk uppá því þjóðráði að hafa 2 kosningar, eina frá listrænu sjónarhorni, og eina frá extremestunt sjónarhorni, svo að allir geti verið glaðar litlar rollur :)

Hvernig er þetta að leggjast í jaðarmenn og konur? Komið með uppástungur, andmæli og jámæli :) Segið hvað ykkur finnst og hvort þetta eigi að gera, en ég er allavega á því að prófa að hafa þetta í næstu ljósmyndakeppni!

Yfir og út