Review - 2006 Cannondale Prophet Jæja þá er komið að öðru reviewi, taka Prophetið fyrir. Ég keypti þetta hjól í júní, og notaði það í allt sumar, í allt, útaf Konan var í ruglinu :P

Við fyrstu sýn var þetta soldið XC-legt hjól, með lefty og einhvern xc afturdempara, all mountain gjarðir og 3 hringa cranksetti :) En ég sá eitthvað við þetta stell, fólk farið að nota þetta í dirt jump, og freeride, Aaron Chase á Crankworx og Adidas Slopestyle á því, og auðvitað Cedric Gracia, gæjinn sem fékk mig til að trúa á Lefty, í 4-cross.
Þannig að ég tók mig til og teinaði upp almennilegar dh gjarðir á það, setti Holzfeller crank og e.13 keðjutólið á, almennilegt stýri og góðu pari af Maxxis Minion 2.7 :D (seinna kom svo Swinger 3-Way Air afturdemparinn)

Þá var komið alvöru freeride, dj, xc, allmountain, 4x, ALLT græja, og var bara að virka fokk vel. Með Lefty MAX, 140mm og allar nauðsynlegar stillingar (ójá, hann er líka 2 kíló, léttari en allt!), og 140mm af afturfjöðrun gat maður rokið í næstum því allt sem ég gerði á Konunni, nema náttúrulega dowhill :) Hjólið sjálft er einhverstaðar á milli 15 og 16 kíló, sem má teljast undrunarvert miðað við partana og magn fjöðrunar.

Afturfjöðrunin er rosalega skemmtileg, og er reyndar það sem gerir þetta hjól að gullinu sem það er. Hún virkar nefnilega aðeins öðruvísi en á öðrum hjólum…
Í stað þess að vera að eyða orku í demparann meðan maður pedalar, þá haggast demparinn varla þegar maður er að hjóla, og heldur sér föstum yfir litlu hlutina, bara eins og fínasta hardtail. Svo strax og eitthvað gerist, einsog lending eða take-off, þá fer allt í gang. Þetta er rosalega þægilegt, og virkar meira einsog þægileg lending, frekar en að vera eitthvað að taka af manni högg.
En auðvitað þá var ég með þetta svona fyrir dirt jump, og það er auðveldasta mál að taka smá loft úr SPV dótinu á afturdemparanum og örlítið úr loft dótinu sjálfu til að fá hjólið í almennilega afturfjöðrun, fyrir freeride og all mountain notkun.

Lefty er náttúrulega eitt af undrum veraldar, og ekki allir búnir að finna ljósið varðandi þennan dempara. Málið er að þetta er Cannondale, og Cannondale eru furðulegir, og öðruvísi. Þetta veldur vantrú hjá mörgum :) En eftir að fólk hefur prófað lefty, þá breytist allt, því að hann getur allann andskotann! Mín kynni af þessum dempara hafa verið heldur betur skemmtileg, en fyrst ætla ég að lýsa honum aðeins. Þetta er svona basic demparinn í Lefty línunni, rebound stilling, compression stilling og svo gormurinn að innan fyrir stífleika. Tæknin fyrir rebound og compression er fengin hjá Manitou. Þetta gerir það að þetta er talinn sterkasti demparinn, þar sem engin spes tækni er í honum sem gæti gert hann veikari. Hann er 140mm og þökk sé tækni Headshok er hann sá næmasti og mjúkasti sem maður finnur. Þetta er útaf því að stöngin (ekki stangirnar ho ho) hreyfist með 88 nálalegum, en ekki bara í gegnum gúmmí einsog allir aðrir. Ég get séð hann fjaðra meðan ég rúlla yfir línurnar í gangstéttinni!!
En hvað styrkleika ein fótar dempara varðar, þá lenti ég í nokkrum atvikum sem sönnuðu mál Cannondale. Ég lenti í því að flatdroppa umþaðbil2 metra, yfirskaut einn pall í garðabænum og lenti 100% á framdekkinu, og tók tugi 180° og 360° á honum og ekkert gerðist :)

En svona over all, þá er ég að fíla þetta hjól langmest útaf því að þetta er það sem virðist vera í tísku þessa dagana, do it all hjól einsog fólk kallar það. Þetta eru hjól einsog Transition BottleRocket, SantaCruz Nomad, Trek Remedy og margt fleira, sem fólk er að nota í slopestyle og það dót :) Nógu létt í cross country og all mountain, og nógu sterkt í freeride og dirt jump, nógu stíf og þægileg fjöðrun í dirtið og street :D