Halló, halló.

Nú hef ég staðist próf sem veitir mér skotvopnaleyfi.

Málið er að ég veit ekki alveg hvernig ég á að nálgast skírteinið mitt (líklegast niðri á lögröglustöð).

En ég þar sennilega að hafa með mér einhverja pappíra.

En spurningin s.s. er þessi:

Vitið þið hvort það mega vera skráðir 2 á sömu byssuna?

Eða þarf ég að skrá mig sem langtímalántaka af vopni því er ég hyggist nota.

Eða s.s. pabbi á 2 byssur og hann er ekkert mikið búinn að vera að fara á veiðar. Ég hafði hugsað mér bara að fá afnot af hans byssu.

Einhver sem hefur svör er þetta varðar á reiðum höndum.
Það var nefnilega ekkert farið út í eftirmála eftir próftöku.

Með fyrirfram þökkum :D)
Það er enginn tilgangur með lífinu ….það ert þú sjálf/ur sem skapar hann