Góða kvöldið jaðarsport áhugamenn

Ég hef orðið var við að allnokkrir eru búnir að vera að færa sig uppá skaftið hérna inná áhugamálinu og vera með kjaft og leiðindi bara almennt bögg við aðra notendur…

Ég ætlaði bara að koma á framfæri að þetta verður ekki liðið hérna inná og ég hika ekki við að setja þá í bann sem ætla að halda þessu áfram…

Ég les allt sem þið setjið hérna inná svo ég veit nkl hverjir eru með vandræði og bögg og eru tæpir… sleppið því frekar bara nema ykkur langi í bann… lítið mál að redda því…

Kv. gudjonh Stjórnandi á /jadarsport

ps ég verð að segja að það sé svolítið kaldhæðnislegt að þegar nokkrir ykkar eruð að pósta á korka um að eitthvað sé lame eða lélegt eða eitthvað og séu að segja öðrum að þroskast og geta ekki einusinni sýnt þroska sjálfir… lítið bara í eigin barm áður en þið farið að segja eitthvað um aðra…

ps 2 Þið sem eruð að senda inn myndbönd og annað… ekki láta böggið í öðrum fara í ykkur… einhverstaðar verða allir að byrja og það er bara flott mál þó þið séuð ekki pro strax eða getið ekki einhver trik…
Ef einhver er með bögg við ykkur þá bara senda mér póst og ég skal skoða það og banna notanda ef það þarf