Ég hef ekki veitt með þeim ennþá en hef kastað í mark.
Mér datt í hug hvort hægt væri að finna einhverjar “hnífahnetur” knifenuts, á Íslandi. Þá gætu menn skipst á skoðunum og jafnvel bent á menn sem eru að selja góða hnífa. Það er engin búð á íslandi sem selur quality hnífa! Sportbúð Títan sem nú heitir Veiðihornið var með gríðarlegt úrval af Gerber hnífum sem eru sumir góðir, ekki mjög góðir, allavega þeir sem eru smíðaðir í USA en þeir sem eru smíðaðir í Taiwan og Kína eru lélegir. Það úrval er ekki lengur með nýjum eigendum.
Þær hnífategundir sem allar hinar búðirnar eru að selja eru algjört grín. Þær eru t.d Joker og Nieto og ættu frekar heima í Leikbæ. Að búð sem kallar sig alvöru veiðibúð með alvöru græjur, s.s hágæða vöðlur, veiðistangir, arfaslakar flugur frá Kína, toppklassa byssur og veiðihjól en selja svo hnífa sem eru af lægsta mögulega standard sem býðst, svona jafnlélega og vöðlur með gati. Ég ekki skilja.
Ég panta mína sjálfur að utan og kaupi þá albestu af karli sem ég fann fyrir slysni sem flytur inn algjöra rjóma vöru.
En ég vildi vita hvort fleiri hnetur væru til.
Hinn heilagi hárbeitti sannleikur finnst hér: www.bladeforums.com
Stattekki einsog þvara, gerðeinsog jesú.