Þetta er frétt af MBL.is

Eiríkur Helgason í sjötta sæti yfir bestu jaðaríþróttamennina
Íþróttadeild sænska dagblaðsins Aftonbladet setur ungan Akureyring, Eirík Helgason, í sjötta sæti á lista yfir tíu bestu jaðaríþróttamennina að mati blaðamannsins Anders Neuman. Eiríkur þykir afar fimur á snjóbretti og segir Neuman að styrktaraðilar innan íþróttarinnar hljóti að fara að koma auga á hann.

Í fyrsta sæti er skíðagarpurinn Tanner Hall, Jacob Wester í öðru sæti, sem einnig iðkar skíðaíþrótt og Shaun White snjóbrettagarpur er í því þriðja.

http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1250108

Gaman að fá svona fréttir og viðkenningu á íslendingi sem sé að standa sig vel… alltof lítið af því… þá er bara málið að koma fleiri á topp 10…