Fallhlífastökk á Gauknum Ég er viss um að 90% af ungum íslendingum hafa hugsað um að fara í fallhlífarstökk. Hin 10% eru kveifar. En það eru aðeins örfáir sem þora að láta verða af því, þrátt fyrir stórar yfirlýsingar.

Nú er tækifæri til þess að sýna öllum hvort þú ert maður eða mús.

Á Gauk á Stöng á fimmtudaginn 13. júní kemur saman lítill hópur íslendinga sem eiga það sameiginlegt að á hverju sumri ganga þeir allir af göflunum og taka upp á því að stökkva saman úr lítilli blárri rellu, með tusku á bakinu. Við erum öll sammála um það að ekkert er skemmtilegra og klikkaðra en þetta, nema kannski að fá sér öllara með hinum fallhlífarstökkvurunum. Eftir að maður hefur prófað það er engin leið til baka.

Nú er tækifæri fyrir þig að mæta á Gaukinn þar sem við getum metið þig hvort þú sért nægilega klikkaður til að vera fallhlífarstökkvari, því í verðlaun eru fjögur farþegastökk og fjórir kassar af bjór (auðvitað alltaf bjór, bjór er jafn mikilvægur og fallhlífin á bakinu í 10.000 fetum).


ERT ÞÚ MAÐUR EÐA MÚS EÐA BARA ROTTA SEM ÞORIR ENGU.

Láttu reyna á það á Gauknum fimmtudagskvöldið 13.júní (700 kr. inn)

Blue skies

skl