Eco-Challenge: The Expedition Race Hér langar mig aðeins að fjalla um uppáhalds íþróttagrein mína og kanna í leiðinni hvort einhverjir aðrir á landinu hafi fylgst með henni á undanförnum árum.

Eco-Challenge tilheyrir svokölluðum “adventure races” sem eiga sér langa sögu á Nýja Sjálandi allt frá fyrri hluta á 9. áratugarins. Mark Burnett, survivor kóngur, hafði tekið þátt í “erfiðustu keppni heims” Raid-Galoises þar sem lið íþróttamanna reyna að ljúka keppnisleið á sem skemmstum tíma. Hann ákvað að setja upp sína eigin keppni og hóf skipulagningu fyrstu Eco-Challenge.

Fyrsta keppnin fór fram 1995 í Utah og í henni tóku þátt 50 lið frá 6 löndum.

Hvert lið telur 4 einstaklinga af báðum kynjum sem þreytir keppnina án hléa 24 tíma á sólarhring. Leiðin er ávallt um það bil 500kílómetrar yfir mjög hrjóstrugt landslag sem er erfitt yfirferðar, þar sem liðin þurfa að ganga, hjóla, klífa, rafta, sigla og svo framvegis til að yfirstíga hinar fjölmörgu hindranir sem verða á vegi þeirra.

Í keppninni skiptir andlega hliðin jafn miklu máli og hin líkamlega þar sem liðsmenn verða að geta unnið saman án þess að sofa í fjölmarga sólarhringa. Einnig eru aðstæður oft erfiðar þar sem keppnin fer fram í fjalllendi, eyðimörkum, regnskógum, og svo framvegis, þar sem staðbundnir sjúkdómar, skordýr og jafnvel rándýr geta reynst hættuleg.

Lið geta einungis lokið keppni ef allir meðlimirnir komast í mark og því skiptir mórall og gagnkvæmur stuðningur öllu máli. Hér er í raun um að ræða mestu úthalds- og sársaukakeppni sem þekkist og þeir sem ná að komast í mark (fyrstir eða síðastir) hafa sýnt að þeir eru íþróttamenn í allra fremstu röð.

Keppnisstaðir

1995 Utah, Bandaríkjunum
1995 New England, Bandaríkjunum
1996 British Columbia, Kanada
1997 Queensland, Ástralía
1998 Morocco
1999 Patagonia, Argentína
2000 Sabah, Malasía (Borneo)
2001 Nýja Sjáland
2002 Fiji (fer fram í haust)


Utah, 1995 - Fyrsta keppnin fór fram í suðaustur Utah vorið 1995. Aðeins 21 af 50 liðum lauk keppni eftir baráttu við sjóðandi eyðimörkina að degi til og næturkuldann sem fylgdi í kjölfarið.

New England, 1995 - Haldin í tengslum við X-Games ESPN. 8 af tólf liðum luku keppni eftir 320 mílna hrakningar.

British Columbia, 1996

Australia, 1997- Í frumskógum norður queensland þurftu keppendur að vara sig á eitruðum snákum, köngulóm og jurtum og síhungruðum krókodílum.

Morocco, 1998 - Hér reyndu keppendur í fyrsta sinn “strandgöngu” þar sem þeir brutust meðfram atlantshafsströnd marokko yfir grjót og gegnum brim yfir langan veg. Einnig var notast við kameldýr í fyrsta sinn í þessari eyðimerkurkeppni.

Argentina, 1999 - Hið hrjóstruga landslag Patagoníu var sögusvið þessarar keppni sem reyndi á keppendur sem aldrei fyrr. Siglt var yfir djúpa firði á kayökum, raftað niður hvítflissandi ár og gengið upp í andesfjöll og yfir jökul í 4000 metra hæð.

Sabah, 2000 -Keppnin fór fram á einum afskekktasta stað jarðar þar sem frumskógurinn er nær ókannaður. Eftir gríðarlega harða keppni sem sjónvarpað var víða um heim sigraða Team Salomon/Eco Internet á 5 dögum, 23 tímum og 41 mínútu.

New Zealand, 2001 - Segja má að keppnin hafi komið “heim” þegar barist var um titilinn í heimalandi ævintýrasportsins.

kíkið endilega á Eco-Challenge.com ef þið viljið fræðast frekar um þessa keppni, og ég vona að áhugi myndist svo að hægt sé að fá þættina um síðustu 3 keppnir sýnda hér á landi.
______________________________