Einhverjir hafa vafalaust tekið eftir því að það er nokkuð langt síðan að grein hefur komið inná /jaðarsport
datt hug að senda inn eina um uppáhalds íþróttina mína.


Freerunning er íþrótt sem gengur út á það að komast frá einum stað til annars á eins ögrandi og svalan hátt og hægt er, þ.e. í stað þess að fara framhjá hindruninni þá er farið yfir hana.

Þar sem freerunning er tiltölulega ný íþrótt í heiminum þá er ekki til bein þýðing á orðinu á íslensku. Freerunning getur flokkast sem íþrótt, áhugamál eða lífstíll.

Upphafsmaður íþróttarinnar er frakkinn Sébastien Foucan og er hún að hluta til byggð á svipaðri íþrótt sem kallast parkour sem fundin var upp af æskuvini Foucan, David Belle.

Ólíkt parkour sem miðar að því að komast frá punkti a að punkti b á sem skemmstum tíma þá er heimilt að beita brögðum í freerunning til að komast á leiðarenda.

Margir hafa haft áhrif á þróun freerunning í heiminum en stærstu aðilarnir á bak við útbreiðslu hennar eru annarsvegar hið breska 3run media með Team Evolution í fararbroddi og hinsvegar Parkour/freerunning fjölmiðlafyrirtækið Urban Freeflow með Team Seidojin í forsvari.

Það hefur beitt sér fyrir því að finna nöfn fyrir hinar fjölmennu hreyfingar sem einkenna íþróttina.

Sébastien Foucan sem einna helst er kenndur við freerunning er vel þekktur sem sendiherra og boðberi íþróttarinnar víðsvegar um heiminn.

Foucan leikur meðal annars í byrjun nýjustu Bond myndarinnar. Annar merkur freeruning iðkandi er Chase Armitage, þekktasti meðlimur Team Evoluton og stofnandi kynningarfyrirtækisins 3run media, málsvara freerunning í Bretlandi.

Íþróttir sem hafa haft áhrif á freerunning eru t.d. fimleikar og bardagaíþróttirnar wushu, capoeira og M.M.A.

eftirfarandi lýsingar/leiðbeiningar eru skrifaðar frá mínu sjónarhorni þ.e.a.s hvernig ég geri Trickin/vaultin, en ekki fastlagðar staðreyndir, tækni hvers og eins getur virkað vel fyrir hann enn bölvanlega fyrir næsta mann.

Algengustu brögðin sem einkenna freerunning eru framheljarstökk (frontflip), afturábakheljarstökk (backflip), hliðarheljarstökk (sideflip) og vegg-heljarstökk (wallflip). Framheljarstökk er gert með því að horfa upp í átt til handanna á sama tíma og stokkið er, síðan er gripið um hnén eða hendurnar látnar falla að líkamanum.

Afturábakheljarstökk virkar þannig að stökkva þarf eins hátt upp og hægt er með hendurnar teygðar upp í loft. Höndum er síðan sveiflað svo að þær leggjast að líkamanum eða gripið er um hnén.

Í hliðarheljarstökki er handleggjunum rykkt í öfuga átt við stökkið sem tekið er, einnig má grípa í hnén eða setja hendur að líkamanum.

Að lokum má nefna veggheljarstökk en þar er hlaupið að vegg, stigið eins hátt og hægt er upp eftir honum, spyrnt aftur á bak með öðrum fæti á sama tíma og sparkað er upp með hinum.

Önnur einkenni íþróttarinnar eru svokölluð vault en þau eru virkur hluti hennar þó heljarstökkin séu þekktari. Þau mest notuðu eru monkey vault, lazy vault, dash vault, kong vault og kash vault.

Monkey vault byggist á því að stutt er með báðum höndum á hindrunina, fætur fara upp á milli handa og að bringu á meðan verið er í loftinu.

Lazy vault gengur út á það að hönd er lögð á hindrunina og líkamanum sveiflað yfir um leið og báðar hendur snerta hindrunina.

Í dash vault er stokkið með fætur á undan eins og setjast eigi á hindrunina. Kong vault virkar þannig að stokkið er upp á hindrun með hendur á undan og tilraun gerð til að komast yfir hana án þess að snerta hana með fótunum.

Segja má að freerunning snúist um að styrkja, bæta og rækta sjálfan sig í hugrekki og líkamsgetu án samkeppni.

Íþróttaiðkandinn getur búist við að verða fyrir meiðslum, líkt og í mörgum íþróttum, þar sem að freerunning gengur út á þor, líkamsstyrk og oft ástundun í frekar öfgakenndu umhverfi. Því má segja að freerunning geti verið bæði betri eða verri íþrótt en margar aðrar, því hún hvorki hvetur til samkeppni né elur á fjandskap en getur þó valdið alvarlegum meiðslum.
“Army of the Pharaohs never make love songs we fingerfuck bitches with Freddie Krueger gloves on” Celph titled